Innlent

Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík

Birgir Olgeirsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Elísabet telur að skjálftinn hafi fundist vel í bænum.
Elísabet telur að skjálftinn hafi fundist vel í bænum. EGILL

GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag.

„Það er í raun og veru gert til þess að bæta mælinguna hjá okkur. Til þess að fá betri sýn á það sem er að gerast núna,“ sagði Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hún á von á að með þessu fáist nákvæmari mynd á það sem er að gerast á yfirborðinu. Skjálftahrinan er enn í fullum gangi og má fólk búast við að finna áfram skjálfta.

„Þetta heldur áfram. Nú eru komnir tæplega þrettán hundruð jarðskjálftar frá miðnætti.“

Elísabet segir að langflestir skjálftarnir hafi orðið norðaustan við Fagradalsfjall. Klukkan 11:32 reið nokkuð öflugur skjálfti þar yfir og var 4,3 að stærð.

Annar skjálfti reið yfir um klukkan korter yfir tólf í dag og var hann innan við kílómetra frá Grindavík að sögn Elísabetar. 

„Hann var 3,7 að stærð og hefur örugglega fundist vel þar í bænum,“ sagði Elísabet.

Er þá einhver færsla á virkninni?

„Já spennan er greinilega eitthvað að færast til,“ sagði Elísabet.

 Virknin sé þó ekki að færst austar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.