Innlent

Í miðju símaviðtali við fréttamann þegar skjálftinn reið yfir

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Birgir Olgeirsson skrifa
Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands
Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/Baldur Hrafnkell

Snarpur jarðskjálfti varð nú klukkan 11:32 og var yfir 4 að stærð, eftir upplýsingum frá Veðurstofunni.

Skjálftinn átti upptök sín á sama stað og skjálfti sem varð í morgun og var 4 að stærð, í grennd við Fagradalsfjall á Reykjanesi.

Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni var í miðju símaviðtali við fréttamann þegar skjálftinn reið yfir.

„Nú er einn sem ríður yfir. Þetta eru 21 skjálftar að stærð þrír yfir miðnætti,“ sagði Kristín.

Hvað heldur þú að þessi sem var að ganga yfir sé stór?

„Allra fyrsta stærð sem ég sé hér er 4,2 en það er of snemmt að segja til um endanlega tölu. Hann er allavegana yfir þremur.“

Búast má við áframhaldandi skjálftum í dag

Hún segir að bíða þurfi og sjá hvernig framhaldið verður.

„Við erum greinilega í miðjum atburði núna þannig að við getum alveg búist við því að þetta verði svona fram eftir degi,“ sagði Kristín sem bætir því við að virknin sé á tveimur stöðum.

„Annars vegar norðanlega í Fagradalsfjalli og hins vegar við Trölladyngju.“ 

Enn er fylgst með gasmælingum.

„Við erum enn að fylgjast með því og ekki komin með nein afgerandi gögn sem gefa annað í kynna en að þetta séu landrekshreyfingar.“


Tengdar fréttir

Tíu þúsund skjálftar frá því hrinan hófst á mið­viku­dag

„Það hafa verið rúmlega 700 skjálftar frá miðnætti og það er bara svipað og síðustu nætur. Við vorum að taka saman fjöldann, nú eru skjálftarnir komnir yfir tíu þúsund frá 24. febrúar,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×