Innlent

Segir sím­­tal Ás­laugar lykta illa

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Oddný Harðardóttir.
Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir að skerpa þurfi á verklagsreglum þegar kemur að samskiptum á milli framkvæmdavaldsins og undirstofnanna. Hún segir símtal dómsmálaráðherra til lögreglustjóra á aðfangadag ekki til þess fallið að auka traust á stjórnmálin.

„Mér finnst þetta ekki vera til þess fallið að auka traust á stjórnmálunum og hvernig stjórnmálamenn og ráðherrar reyna að hafa áhrif á undirstofnanir sínar.“

Lyktar ekki vel

Hún segir að dómsmálaráðherra hefði átt að stíga varlega til jarðar.

„Auðvitað hefði hún átt að svara fjölmiðlum ef hún hafði áhyggjur af því að hún gæti ekki svarað almennilega. Þá átti hún auðvitað bara að segja að hún treysti lögreglunni til þess að fara og rannsaka þetta mál og leiða það til lykta. Þetta lyktar ekki vel finnst mér en vonandi var þetta bara saklaust hjal,“ sagði Oddný.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir símtalið ekki óeðlilegt.

„Þegar slíkum spurningum er beint að dómsmálaráðherra þá finnst mér ekkert óeðlilegt við það að hún hringi í lögreglustjórann og spyrji út í það hvert er verklag við slíkar dagbókarfærslur. Það er það sem hún segist hafa gert. Ég hef ekki áhyggjur af því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi verið að reyna að hafa áhrif á lögreglustjórann í Reykjavík.“

Umræða um símtal dómsmálaráðherra hefst á mínútu 13:15.

Oddný kallar eftir því að skerpt verði á verklagsreglum.

„Ég er hrædd um að það þurfi að skerpa á verklagsreglunum þarna á milli framkvæmdavaldsins og undirstofnanna þegar kemur að öðrum stjórnmálamönnum og í þessu tilfelli forystumanni í ríkisstjórninni.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×