Íslenski boltinn

Starf yfir­manns knatt­spyrnu­mála hjá KSÍ heillar Kára

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Árnason í átökum við Harry Kane sem fékk lítið að láta ljós sitt skína á Laugardalsvelli.
Kári Árnason í átökum við Harry Kane sem fékk lítið að láta ljós sitt skína á Laugardalsvelli. hafliði breiðfjörð/getty

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur áhuga á að taka við starfinu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið.

Kári var í viðtali við Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins en þar fór hann víðan völl. Meðal annars um vonbrigðin í Ungverjalandi, landsliðsferilinn og fleira til.

Arnar Þór Viðarsson er nýr A-landsliðsþjálfari karla en áður var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá sambandinu.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið vilji því finna nýjan mann í starfið á þessu ári og miðvörðurinn Kári hefur áhuga á starfinu.

„Eins og staðan er núna þá hef ég meiri áhuga á yf­ir­sýn og stefnu­mót­un á breiðari grund­velli og það má al­veg koma fram hér að ég hef augastað á starfi yf­ir­manns knatt­spyrnu­mála hjá KSÍ. Ég hef séð og lært margt á löng­um ferli í at­vinnu­mennsku og verið part­ur af bæði versta og lang­besta landsliði Íslands­sög­unn­ar og hef því þann sam­an­b­urð,“ sagði Kári.

Hann bætti því við að þeir sem ráði þessum málum í Laugardalnum viti af áhuga sínum en Kári hefur verið fastamaður í landsliðinu til lengri tíma.

Hann á að baki 87 landsleiki og skorað í þeim sex mörk. Hann leikur með Víkingi í Pepsi Max deild karla og segir í sama viðtali að hann sé enn reiðubúinn að spila fyrir land og þjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×