Almar sá fimmti sem sækist eftir fyrsta sæti VG á Suðurlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. febrúar 2021 12:06 Almar sækist eftir fyrsta sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Aðsend Almar Sigurðsson, sem rekur Gistiheimilið á Lambastöðum í Flóahreppi, gefur kost á sér í forvali Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar, og sækist eftir fyrsta sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almari. Almar hefur gegnt formennsku í Svæðisfélagi VG í Árnessýslu, setið í stjórn kjördæmaráðs og verið formaður uppstilinganefnda í þing- og sveitastjórnarkosningum. „Ég bý á Lambastöðum í Flóahreppi en er fæddur og uppalinn á Selfossi. Ég hef því sterkar taugar til Suðurlands og vil láta gott af mér leiða. Ég hef fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, bæði sem launþegi og atvinnurekandi, en nú rek ég ásamt konu minni Gistiheimilið á Lambastöðum. Náttúruvernd er mitt hjartans mál og ég styð frumvarp um þjóðgarð á hálendinu. Það eru náttúruperlur víða á Suðurlandi sem þarf að verja fyrir stórframkvæmdum, Eldvörpin á Reykjanesi, Þjórsáin, Mýrdalurinn norðan Dyrhólaós og Fjallabakssvæðið, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef tekið virkan þátt í baráttu gegn áformum um virkjanir í neðri hluta Þjórsá. Enn þá er ekki búið að raska náttúrunni og lífríkinu þar og enn getum við unnið þann slag. Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja og endurreisa atvinnulífið á Suðurlandi. Margir hafa orðið fyrir þungu höggi í okkar kjördæmi að undanförnu og verkefnið hlýtur að vera að endurheimta störfin. Ferðaþjónustan skipar stórt hlutverk í endurreisninni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Almar landbúnað vera mikilvæga stoð í atvinnulífinu og að aðstæður á Suðurlandi séu ákjósanlegar til matvælaframleiðslu. Mikilvægt sé að standa vörð um greinina. „Það er mín skoðun að við eigum að byggja afkomu okkar á litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum, það þýðir dreifða eignaraðild og blómlega búsetu og atvinnu um allt kjördæmið.“ Fyrir liggur að hart verður barist um efsta sætið á Suðurlandi, en áður en Almar tilkynnti um framboð lágu fyrir fjögur önnur. Þau Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði, Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og varaþingmaður, höfðu öll tilkynnt um að þau sæktust eftir sætinu. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Almar hefur gegnt formennsku í Svæðisfélagi VG í Árnessýslu, setið í stjórn kjördæmaráðs og verið formaður uppstilinganefnda í þing- og sveitastjórnarkosningum. „Ég bý á Lambastöðum í Flóahreppi en er fæddur og uppalinn á Selfossi. Ég hef því sterkar taugar til Suðurlands og vil láta gott af mér leiða. Ég hef fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, bæði sem launþegi og atvinnurekandi, en nú rek ég ásamt konu minni Gistiheimilið á Lambastöðum. Náttúruvernd er mitt hjartans mál og ég styð frumvarp um þjóðgarð á hálendinu. Það eru náttúruperlur víða á Suðurlandi sem þarf að verja fyrir stórframkvæmdum, Eldvörpin á Reykjanesi, Þjórsáin, Mýrdalurinn norðan Dyrhólaós og Fjallabakssvæðið, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef tekið virkan þátt í baráttu gegn áformum um virkjanir í neðri hluta Þjórsá. Enn þá er ekki búið að raska náttúrunni og lífríkinu þar og enn getum við unnið þann slag. Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja og endurreisa atvinnulífið á Suðurlandi. Margir hafa orðið fyrir þungu höggi í okkar kjördæmi að undanförnu og verkefnið hlýtur að vera að endurheimta störfin. Ferðaþjónustan skipar stórt hlutverk í endurreisninni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Almar landbúnað vera mikilvæga stoð í atvinnulífinu og að aðstæður á Suðurlandi séu ákjósanlegar til matvælaframleiðslu. Mikilvægt sé að standa vörð um greinina. „Það er mín skoðun að við eigum að byggja afkomu okkar á litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum, það þýðir dreifða eignaraðild og blómlega búsetu og atvinnu um allt kjördæmið.“ Fyrir liggur að hart verður barist um efsta sætið á Suðurlandi, en áður en Almar tilkynnti um framboð lágu fyrir fjögur önnur. Þau Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði, Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og varaþingmaður, höfðu öll tilkynnt um að þau sæktust eftir sætinu.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira