Innlent

Á annan tug skjálfta yfir þremur í nótt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Flestir skjálftar næturinnar mældust skammt frá Keili.
Flestir skjálftar næturinnar mældust skammt frá Keili. Vísir/Vilhelm

Tólf jarðskjálftar, þrír að stærð eða meira, hafa orðið síðan á miðnætti í nótt, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum mælinga Veðurstofunnar. Skjálftarnir sem um ræðir urðu allir á Reykjanesskaga.

Stærsti skjálftinn var 3,8 að stærð samkvæmt töflu Veðurstofunnar og átti upptök sín 2,4 kílómetra suðvestur af Keili, klukkan hálf þrjú í nótt. Annar skjálfti í stærri kantinum, 3,5 að stærð. Reið yfir á sama stað um mínútu síðar.

Skjálftarnir tólf sem riðu yfir á bilinu 00:20 til 05:15 í nótt mældust flestir vestur eða suðvestur af Keili, en tveir þeirra mældust skammt norðaustur af Fagradalsfjalli og voru báðir 3,1 að stærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×