Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 11:21 Tveir menn stukku út úr hvítum bíl og réðstu á Fischer. Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. Aðstoðarmaðurinn, Ryan Fischer, streittist á móti og endaði árásin þannig að hann varð fyrir skoti og tveimur af þremur hundum söngkonunnar var rænt. Fischer var skotinn í bringuna og er enn í alvarlegu ástandi, samkvæmt frétt CNN. Árásin var fönguð af öryggismyndavél nágranna Fischer og samþykkti sá að veita fjölmiðlum aðgang að upptökunni. Það gerði nágranninn eftir að hann heyrði af því að Gaga-liðar væru sáttir við birtingu þess, samkvæmt frétt TMZ, og er vonast til þess að myndbandið geti hjálpað til við að finna árásarmennina. Sjá einnig: Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Lögreglan í Los Angeles er einnig með myndbandið til skoðunar. Vert er að vekja athygli á því að myndbandið gæti vakið óhug lesenda. Lady Gaga, sem heitir Stefani Joanne Angelina Germanotta, er á Ítalíu við tökur kvikmyndar og hefur Fischer verið með hunda hennar í pössun. Hundarnir Koji og Gustavo enduðu í haldi árásarmannanna en Miss Asia slapp. Hundarnir þrír eru franskir bolabítar en Lady Gaga hefur heitið hálfri milljón dala til þess sem kemur hundunum aftur til hennar. Hér má svo sjá frétt ABC þar sem rætt var við nágranna Fischer. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Aðstoðarmaðurinn, Ryan Fischer, streittist á móti og endaði árásin þannig að hann varð fyrir skoti og tveimur af þremur hundum söngkonunnar var rænt. Fischer var skotinn í bringuna og er enn í alvarlegu ástandi, samkvæmt frétt CNN. Árásin var fönguð af öryggismyndavél nágranna Fischer og samþykkti sá að veita fjölmiðlum aðgang að upptökunni. Það gerði nágranninn eftir að hann heyrði af því að Gaga-liðar væru sáttir við birtingu þess, samkvæmt frétt TMZ, og er vonast til þess að myndbandið geti hjálpað til við að finna árásarmennina. Sjá einnig: Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Lögreglan í Los Angeles er einnig með myndbandið til skoðunar. Vert er að vekja athygli á því að myndbandið gæti vakið óhug lesenda. Lady Gaga, sem heitir Stefani Joanne Angelina Germanotta, er á Ítalíu við tökur kvikmyndar og hefur Fischer verið með hunda hennar í pössun. Hundarnir Koji og Gustavo enduðu í haldi árásarmannanna en Miss Asia slapp. Hundarnir þrír eru franskir bolabítar en Lady Gaga hefur heitið hálfri milljón dala til þess sem kemur hundunum aftur til hennar. Hér má svo sjá frétt ABC þar sem rætt var við nágranna Fischer.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira