Erlent

Nýtt afbrigði veirunnar breiðist hratt út í New York

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Áhorfendur sjást hér tínast inn í Madison Square Garden í New York á þriðjudag til að fylgjast með leik New York Knicks og Golden State Warriors. Var þetta í fyrsta skipti sem áhorfndur voru leyfðir í höllinni síðan faraldurinn skall á.
Áhorfendur sjást hér tínast inn í Madison Square Garden í New York á þriðjudag til að fylgjast með leik New York Knicks og Golden State Warriors. Var þetta í fyrsta skipti sem áhorfndur voru leyfðir í höllinni síðan faraldurinn skall á. Getty/John Smith

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið upp kollinum í New York og breiðist nú hratt út í borginni. Stökkbreytingin veldur vísindamönnum nokkrum áhyggjum þar sem þeir óttast að hún veiki virkni bóluefna gegn veirunni.

Afbrigðið er kallað B.1.526 og greindist fyrst í sýnum sem tekin voru í New York í nóvember. Um miðjan þennan mánuð var fjórða hvert sýni sem raðgreint var í gagnagrunni sem vísindamenn deila af þessu tiltekna afbrigði.

Í frétt New York Times segir að tvær rannsóknir hafi nú þegar verið gerðar á afbrigðinu. Önnur birtist á netinu á þriðjudag en hin rannsóknin hefur ekki verið gerð opinber. Sú fyrri er leidd af vísindamönnum við Caltech-háskólann í Kaliforníu og sú síðari er gerð við Columbia-háskóla í New York.

Hvorug rannsóknin hefur verið ritrýnd af fræðimönnum og þá hafa niðurstöðurnar ekki verið birtar í neinu vísindatímariti. Sérfræðingar segja þó að niðurstöðurnar bendi til þess að útbreiðsla afbrigðisins sé raunveruleg.

„Þetta eru ekki mjög góðar fréttir. En bara það að vita þetta er gott vegna þess að þá getum við kannski gert eitthvað í málinu,“ segir Michael Nussenzweig, ónæmisfræðingur við Rockefeller-háskólann, en hann kom ekki að rannsóknunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.