Innlent

Beit í fingur lögreglumanns

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Kjalarnesi. Að því er segir í dagbók lögreglu ók tjónvaldur af vettvangi en var stöðvaður skömmu síðar á Þingvallavegi.

Ökumaðurinn og farþegi, par, voru handtekin grunuð um brot á skyldum vegfarenda við umferðaróhapp, akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, akstur bifreiðar sviptur ökuréttindum og fleira.

Var fólkið vistað í fangageymslu en þegar taka átti blóðsýni úr manninum þá beit hann í fingur lögreglumanns.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp skömmu eftir klukkan fimm síðdegis í gær á Seltjarnarnesi. Bíl hafði þar verið ekið á ljósastaur og sagði vitni að ökumaðurinn hefði ekið burt af vettvangi.

Lögreglan hafði svo afskipti af ökumanninum skömmu síðar. Í dagbók lögreglu segir að ökumaðurinn hafi verið kona á sjötugsaldri. Hún var handtekin grunuð um ölvun við akstur og vistuð í fangageymslu.

Um svipað leyti stöðvaði lögreglan bíl í Hafnarfirði. Ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Þrír farþegar voru í bílnum og var einn þeirra þriggja ára barn ökumannsins. Tilkynning var sendi til barnaverndar vegna málsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.