Höfuðborgarbúar um jarðskjálftann: „Svolítið eins og þú sért á sjó“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 19:30 Ari Posecco, matreiðslumaður í Turninum á Smáratorgi. vísir/Sigurjón Að finna fyrir jarðskjálfta á efstu hæðum Turnsins í Kópavogi jafnast á við að vera úti á sjó, að sögn matreiðslumanns. Fólk sem fann fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu er sammála um að upplifunin sé verulega óþægileg. Þrátt fyrir að skjálftarnir hafi verið harðastir á Reykjanesi var höggið nokkuð þungt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa í Turninum á Smáratorgi sögðu bygginguna hafa vaggað til og frá. Einhverjir fóru heim - en þó ekki matreiðslumaðurinn á nítjándu hæð sem var inni á lager að sækja sykur þegar stærsti skjálftinn reið yfir. „Það bara hristist allt. Þetta er svolítið magnað af því hérna uppi finnur maður miklu meira fyrir þessu og það hreyfist öðruvísi en þegar þú ert niðri. Þú verður svolítið svona eins og þú sért á sjó eftir þetta og ert svona valtur,“ segir Ari Posocco, matreiðslumaður í Turninum. Starfsfólk í Turninum segir bygginguna hafa vaggað til og frá.vísir/Sigurjón Víða féllu hlutir úr hillum eða færðust til í verslunum, líkt og í Fjarðarkaup. „Manni bregður og þegar maður sér allt hristast áttar maður sig á því að þetta var jarðskjálfti,“ segir Ólöf Baldursdóttir, starfsmaður Fjarðarkaupa. Hún segist hafa orðið vör við hristing í hillum. „Já, þetta var svona pínu að færast til í hillunum en ekkert mjög mikið.“ Skjálftinn fannst vel í Hafnarfirði og Kristín Sigurðardóttir, sem var að útbúa sér morgunmat, þegar hann reið yfir segist varla hafa upplifað annað eins. „Ég hugsaði bara, hvað er að gerast. Það fór allt af stað og hringlaði hérna í húsinu. Svo þegar það kom annar stóð mér ekki á sama og fór hérna inn í mitt húsið og heyrði bara að það var allt að detta einhvers staðar. Það skemmdist einn hlutur af öllu sem datt hjá mér,“ segir Kristín. Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla í Hafnarfirði.vísir/Sigurjón Það var starfsdagur í skólum í Hafnarfirði í dag en skólastjóri segir að kennurum hafi verið brugðið. „Rúðurnar gengu til og frá og við reyndum að finna bita til að standa undir þegar þessir lengstu skjálftar voru,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla, og bætir við að það hafi verið nokkuð óþægilegt til þess að hugsa að nemdendur væru jafnvel einir heima á starfsdegi. „Einhverjir starfsmenn fóru heim en þeir sem voru eftir þeir eru bara saman inni og eru bara saman í hópum af því þetta fór misvel í fólk,“ segir Dögg. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Kópavogur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Þrátt fyrir að skjálftarnir hafi verið harðastir á Reykjanesi var höggið nokkuð þungt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa í Turninum á Smáratorgi sögðu bygginguna hafa vaggað til og frá. Einhverjir fóru heim - en þó ekki matreiðslumaðurinn á nítjándu hæð sem var inni á lager að sækja sykur þegar stærsti skjálftinn reið yfir. „Það bara hristist allt. Þetta er svolítið magnað af því hérna uppi finnur maður miklu meira fyrir þessu og það hreyfist öðruvísi en þegar þú ert niðri. Þú verður svolítið svona eins og þú sért á sjó eftir þetta og ert svona valtur,“ segir Ari Posocco, matreiðslumaður í Turninum. Starfsfólk í Turninum segir bygginguna hafa vaggað til og frá.vísir/Sigurjón Víða féllu hlutir úr hillum eða færðust til í verslunum, líkt og í Fjarðarkaup. „Manni bregður og þegar maður sér allt hristast áttar maður sig á því að þetta var jarðskjálfti,“ segir Ólöf Baldursdóttir, starfsmaður Fjarðarkaupa. Hún segist hafa orðið vör við hristing í hillum. „Já, þetta var svona pínu að færast til í hillunum en ekkert mjög mikið.“ Skjálftinn fannst vel í Hafnarfirði og Kristín Sigurðardóttir, sem var að útbúa sér morgunmat, þegar hann reið yfir segist varla hafa upplifað annað eins. „Ég hugsaði bara, hvað er að gerast. Það fór allt af stað og hringlaði hérna í húsinu. Svo þegar það kom annar stóð mér ekki á sama og fór hérna inn í mitt húsið og heyrði bara að það var allt að detta einhvers staðar. Það skemmdist einn hlutur af öllu sem datt hjá mér,“ segir Kristín. Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla í Hafnarfirði.vísir/Sigurjón Það var starfsdagur í skólum í Hafnarfirði í dag en skólastjóri segir að kennurum hafi verið brugðið. „Rúðurnar gengu til og frá og við reyndum að finna bita til að standa undir þegar þessir lengstu skjálftar voru,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla, og bætir við að það hafi verið nokkuð óþægilegt til þess að hugsa að nemdendur væru jafnvel einir heima á starfsdegi. „Einhverjir starfsmenn fóru heim en þeir sem voru eftir þeir eru bara saman inni og eru bara saman í hópum af því þetta fór misvel í fólk,“ segir Dögg.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Kópavogur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira