Manchester City er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Borussia Mönchengladbach í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 2-0.
City hafði verið á rosalegu skriði fyrir leikinn í kvöld og hafði liðið unnið átján leiki fyrir viðureignina sem fór fram í Búdapest í kvöld, vegna ferðatakmarkanna.
Gestirnir frá Englandi komust yfir á 29. mínútu. Eftir slæma sendingu úr vörn þýska liðsins gaf Joao Cancelo frábæra sendingu inn á teiginn sem Bernardo Silva skilaði í netið.
Þannig stóðu leikar í hálfleik en Kevin de Bruyne var til að mynda ekki í leikmannahóp enska toppliðsins í kvöld.
Annað og síðara mark leiksins kom á 65. mínútu. Aftur var það fyrirgjöf, Bernardo Silva kom boltanum fyrir markið og þar var Gabriel Jesus mættur og kom boltanum í netið.
Yfirburðir City í kvöld voru ansi miklir og sigurinn verðskuldaður. Þeir eru því komnir með annan fótinn í átta liða úrslitin og rúmlega það.
📈 - Most Champions League matches won by manager
— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 24, 2021
102 - Alex Ferguson
89 - Carlo Ancelotti
86 - Arsène Wenger
81 - Josep Guardiola (+1)
81 - José Mourinho
57 - Louis van Gaal#ManCity #UCL pic.twitter.com/nlLm4emeeN