Frá­bært mark Alli og Bale skoraði einnig í stór­sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir fagna í kvöld.
Félagarnir fagna í kvöld. Julian Finney/Getty Images

Það var aldrei spurning eftir fyrri leikinn á milli Tottenham og Wolfsberger í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar að Lundúnarliðið væri komið áfram. Þeir unnu síðari leik liðanna í kvöld 4-0.

Fyrri leikurinn liðanna fór 4-1 og niðurstaðan var því klár fyrir leik kvöldsins. Jose Mourinho gaf Dele Alli tækifærið í byrjunarliðinu en Gareth Bale varð að gera sér það að góðu að sitja á bekknum.

Það var einmitt Dele Alli sem skoraði fyrsta mark leiksins á tíundu mínútu með glæsilegri bakfallsspyrnu en Tottenham leiddi 1-0 í hálfleik. Carlos Vinicius bætti við öðru markinu á fimmtu mínútu síðari hálfleiks.

Gareth Bale kom inn á er tuttugu mínútur voru eftir og þremur mínútum síðar hafði hann skorað, einmitt eftir undirbúning Dele Alli. Carlos Vinicius skoraði annað mark sitt og fjórða mark Tottenham, eftir sendingu frá hinum unga Dane Scarlett, áður en yfir lauk og lokatölur 4-0.

Tottenham er því auðveldlega komið áfram í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Dregið verður í sextán liða úrslitin þann 26. febbrúar og fara leikirnir svo fram 11. mars og síðari leikurinn viku síðar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.