Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 17:57 Albert Klahn Skaftason, Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson (nú Júlíusson), Guðjón Skarphéðinsson, Erla Bolladóttir og Tryggvi Rúnar Leifsson. Árið 2019 sýknaði Hæstaréttur alla nema Erlu af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974 Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. Dómur í málinu féll í gær en var birtur á vef dómstólanna nú síðdegis. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars, hefði krafist bóta á grundvelli laga um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Arnar Þór er fæddur árið 1973 og var á áttunda aldursári þegar faðir hans, sem hlaut 13 ára fangelsisdóm, var látinn laus árið 1981. Arnar Þór var svo ættleiddur árið 1985, þá tólf ára. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 en eftirlifandi eiginkona hans og dóttir, sem hann ættleiddi, fengu samtals 171 milljón króna í bætur vegna málsins. Arnar Þór byggði kröfu sína gegn ríkinu á því að óumdeilt væri að hann sé sonur Tryggva Rúnars, auk þess sem konurnar tvær hefðu fengið bætur. Lögin nái ekki til ættleiddra barna Ríkið kvað skorta lagaheimild til greiðslu bótanna. Þá taldi ríkið að lögin, sem kveða á um heimild til bótagreiðslu vegna málsins, nái ekki til ættleiddra barna. Arnar Þór hefði ekki talist barn Tryggva Rúnars eftir ættleiðinguna. Ef vilji hefði staðið til að ættleiddum börnum yrðu greiddar bætur hefði það jafnframt verið tekið skýrt fram í lögunum - en svo er ekki. Forsætisráðherra væri þannig óheimilt að greiða Arnari Þór bætur. Héraðsdómur féllst á þessi rök ríkisins; hann taldi skýrt í lögunum að ekki ætti að greiða öðrum bætur en eftirlifandi maka og börnum. Ef svo væri hefði það verið tekið fram í lögunum. Ríkið var þannig sýknað af öllum kröfum Arnars Þórs og honum gert að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14 Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Dómur í málinu féll í gær en var birtur á vef dómstólanna nú síðdegis. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars, hefði krafist bóta á grundvelli laga um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Arnar Þór er fæddur árið 1973 og var á áttunda aldursári þegar faðir hans, sem hlaut 13 ára fangelsisdóm, var látinn laus árið 1981. Arnar Þór var svo ættleiddur árið 1985, þá tólf ára. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 en eftirlifandi eiginkona hans og dóttir, sem hann ættleiddi, fengu samtals 171 milljón króna í bætur vegna málsins. Arnar Þór byggði kröfu sína gegn ríkinu á því að óumdeilt væri að hann sé sonur Tryggva Rúnars, auk þess sem konurnar tvær hefðu fengið bætur. Lögin nái ekki til ættleiddra barna Ríkið kvað skorta lagaheimild til greiðslu bótanna. Þá taldi ríkið að lögin, sem kveða á um heimild til bótagreiðslu vegna málsins, nái ekki til ættleiddra barna. Arnar Þór hefði ekki talist barn Tryggva Rúnars eftir ættleiðinguna. Ef vilji hefði staðið til að ættleiddum börnum yrðu greiddar bætur hefði það jafnframt verið tekið skýrt fram í lögunum - en svo er ekki. Forsætisráðherra væri þannig óheimilt að greiða Arnari Þór bætur. Héraðsdómur féllst á þessi rök ríkisins; hann taldi skýrt í lögunum að ekki ætti að greiða öðrum bætur en eftirlifandi maka og börnum. Ef svo væri hefði það verið tekið fram í lögunum. Ríkið var þannig sýknað af öllum kröfum Arnars Þórs og honum gert að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14 Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32
Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14
Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26