Yfir fjörutíu milljónir í undirbúning sem reyndist óþarfur Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 08:32 Ísland vann 2-1 sigur gegn Rúmeníu þegar liðin mættust loks, í október í fyrra. vísir/vilhelm Það kostaði Knattspyrnusamband Íslands rúmar 42 milljónir króna að gera það mögulegt að Ísland og Rúmenía gætu mæst í umspilsleik á Íslandi í mars í fyrra. KSÍ fær ekki krónu upp í þann kostnað frá UEFA þrátt fyrir að milljónirnar hafi farið í súginn þegar UEFA ákvað að fresta leiknum. „Það komu engir peningar, hvorki frá UEFA, FIFA, Reykjavíkurborg eða nokkrum öðrum í þessa umspilsaðgerð,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei spilað utandyra á heimavelli í mars, vegna veðurfars og vallaraðstæðna. Ef ekkert hefði verið að gert varðandi Laugardalsvöll hefði liðið þurft að færa heimaleik sinn við Rúmeníu til annars lands. Hitapulsa leigð enda einn og hálfur milljarður í húfi Þess í stað brá KSÍ á það ráð að leigja sérstaka hitapulsu og freista þess að gera völlinn leikfæran, enda mikið í húfi. Ekki bara sæti í lokakeppni stórmóts, heldur að lágmarki hátt í einn og hálfur milljarður króna í verðlaunafé frá UEFA. Með mikilli vinnu og kostnaði tókst að gera Laugardalsvöll kláran í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var leiknum á endanum frestað. Fyrst fram í júní en svo fram í október þegar hann fór loks fram. Ísland vann þá 2-1 sigur, á iðagrænum vellinum, fyrir framan 50 Tólfumeðlimi sem fengu að vera í stúkunni. Engar miðasölutekjur voru þó af leiknum fyrir KSÍ, frekar en af öðrum landsleikjum á árinu. Ísland missti svo á endanum af sæti á EM eftir nístingssárt tap á útivelli gegn Ungverjalandi í úrslitaleik í nóvember. Kostnaðurinn þó 22 milljónum lægri en áætlað var Klara og félagar hjá KSÍ töluðu fyrir daufum eyrum hjá UEFA þegar þau óskuðu eftir mótvægisaðgerðum vegna þess að leikurinn við Rúmena fór ekki fram í mars. KSÍ sparaði sér þó 22 milljónir króna með því að stíga á bremsuna þegar ljóst var í hvað stefndi vegna faraldursins. „Fjárhagsáætlun fyrir umspilsaðgerðina var upp á 64 milljónir króna. Við sáum með kannski tveggja vikna fyrirvara að útlitið var orðið dökkt og stoppuðum þá allar framkvæmdir, en vorum þá þegar búin að leigja þessa hitapulsu frá Bretlandi og kaupa gas til að hita hana. Hvoru tveggja var dýrt, og svo keyptum við líka nýjar yfirbreiðslur á völlinn. Svo fór leikurinn ekki fram, eða ekki fyrr en í október, og við fengum engar miðasölutekjur.“ Í ársreikningi KSÍ kemur fram að tekjur af landsleikjum í fyrra, karla og kvenna, hafi þó verið um 25,9 milljónir króna. Klara segir þær tekjur fyrst og fremst tilkomnar vegna auglýsingaskilta. Hagnaður KSÍ á síðasta ári var 38 milljónir króna. KSÍ UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
„Það komu engir peningar, hvorki frá UEFA, FIFA, Reykjavíkurborg eða nokkrum öðrum í þessa umspilsaðgerð,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei spilað utandyra á heimavelli í mars, vegna veðurfars og vallaraðstæðna. Ef ekkert hefði verið að gert varðandi Laugardalsvöll hefði liðið þurft að færa heimaleik sinn við Rúmeníu til annars lands. Hitapulsa leigð enda einn og hálfur milljarður í húfi Þess í stað brá KSÍ á það ráð að leigja sérstaka hitapulsu og freista þess að gera völlinn leikfæran, enda mikið í húfi. Ekki bara sæti í lokakeppni stórmóts, heldur að lágmarki hátt í einn og hálfur milljarður króna í verðlaunafé frá UEFA. Með mikilli vinnu og kostnaði tókst að gera Laugardalsvöll kláran í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var leiknum á endanum frestað. Fyrst fram í júní en svo fram í október þegar hann fór loks fram. Ísland vann þá 2-1 sigur, á iðagrænum vellinum, fyrir framan 50 Tólfumeðlimi sem fengu að vera í stúkunni. Engar miðasölutekjur voru þó af leiknum fyrir KSÍ, frekar en af öðrum landsleikjum á árinu. Ísland missti svo á endanum af sæti á EM eftir nístingssárt tap á útivelli gegn Ungverjalandi í úrslitaleik í nóvember. Kostnaðurinn þó 22 milljónum lægri en áætlað var Klara og félagar hjá KSÍ töluðu fyrir daufum eyrum hjá UEFA þegar þau óskuðu eftir mótvægisaðgerðum vegna þess að leikurinn við Rúmena fór ekki fram í mars. KSÍ sparaði sér þó 22 milljónir króna með því að stíga á bremsuna þegar ljóst var í hvað stefndi vegna faraldursins. „Fjárhagsáætlun fyrir umspilsaðgerðina var upp á 64 milljónir króna. Við sáum með kannski tveggja vikna fyrirvara að útlitið var orðið dökkt og stoppuðum þá allar framkvæmdir, en vorum þá þegar búin að leigja þessa hitapulsu frá Bretlandi og kaupa gas til að hita hana. Hvoru tveggja var dýrt, og svo keyptum við líka nýjar yfirbreiðslur á völlinn. Svo fór leikurinn ekki fram, eða ekki fyrr en í október, og við fengum engar miðasölutekjur.“ Í ársreikningi KSÍ kemur fram að tekjur af landsleikjum í fyrra, karla og kvenna, hafi þó verið um 25,9 milljónir króna. Klara segir þær tekjur fyrst og fremst tilkomnar vegna auglýsingaskilta. Hagnaður KSÍ á síðasta ári var 38 milljónir króna.
KSÍ UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira