Innlent

Svandís ræddi afléttingar innanlands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. Vísir/Vilhelm

Fundur ríkisstjórnarinnar hófst í Ráðherrabústaðnum klukkan 9:30 á morgun. Dagskrá fundarins liggur ekki fyrir en fastlega má búast við því að tillögur sóttvarnalæknis að afléttingum innanlands séu til umræðu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tveimur minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um helgina. Annað minnisblaðið snýr að tillögum að afléttingum á innanlandsaðgerðum og hitt að skólastarfi þar sem núverandi reglugerð þar að lútandi fellur úr gildi 28. febrúar.

Hefur Þórólfur því lagt til að nýjar reglur um skólastarf taki gildi 1. mars. Þá hefur hann sagt að tilslakanir innanlands gætu komið til framkvæmda um miðja þessa viku en það væri þó ráðherra að ákveða.

Óvíst er hve langur fundur ríkisstjórnarinnar verður en fulltrúar fréttastofu eru á staðnum og munu ræða við Svandísi um leið og fundi lýkur.

Uppfært: Fundinum er lokið, hér að neðan má sjá viðtöl við Svandísi Svavarsdóttur og Lilju Alfreðsdóttur að honum loknum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×