Missti meðvitund í hálftíma eftir höfuðhögg á fótboltavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 10:31 Victor Osimhen sést hér borinn meðvitundarlaus af velli. EPA-EFE/PAOLO MAGNI Nígeríumaðurinn Victor Osimhen hefur ekki haft heppnina með sér að undanförnu. Hann meiddist á öxl, fékk kórónuveiruna og rotaðist síðan í leik. Osimhen var fluttur beint á sjúkrahús eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Atalanta og Napoli í ítalska fótboltanum á sunnudaginn. Osimhen var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær en hafði þá eytt sólarhring á sjúkrahúsi í Bergamo. Atalanta vann leikinn 4-2 en undir lok hans þá lentu þeir Victor Osimhen og Cristian Romero í óhugnanlegu samstuði. Osimhen lá eftir og var á endanum borinn af velli og síðan keyrður beint upp á sjúkrahús. Napoli star Victor Osimhen to remain in hospital after being knocked UNCONSCIOUS during defeat to Atalanta https://t.co/4ImhaBxglT— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 Victor Osimhen er 22 ára gamall og landsliðsmaður Nígeríu. Hann hefur skorað 2 mörk í 10 leikjum í ítölsku deildinni á leiktíðinni. ESPN hafði það eftir manni nákomnum Osimhen að leikmaðurinn hafi verið í sjokki þegar hann horfði aftur á atvikið. „Hann trúði þessu ekki þegar þau sýndu honum upptöku af atvikinu. Honum leið eins og að heilinn sinn hafi verið endurræstur,“ sagði heimildarmaður ESPN. Margir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Victor Osimhen hafi náð aftur meðvitund í sjúkrabílnum en heimildarmaður ESPN segir það ekki vera alveg rétt. „Hann sagði að hann hafi misst meðvitund í um þrjátíu mínútur. Það var ekki fyrr en þau komu upp á sjúkrahús sem hann áttaði sig á því hvað var að gerast í kringum hann. Það var þá sem þau sýndu honum upptökuna af atvikinu,“ sagði heimildarmaður ESPN. Napoli's Osimhen 'lost consciousness for 30 mins' https://t.co/jaobZsnyIY— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 Þrátt fyrir allt þetta þá segir umræddur heimildarmaður ESPN að leikmaðurinn hafi fengið grænt ljós frá læknum sínum um að hann megi spila næsta leik Napoli sem er á móti Granada í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Osimhen að undanförnu. Hann er enn að ná sér að fullu eftir axlarmeiðsli og fékk kórónuveiruna þegar hann fór heim til Nígeríu í jólafrí. Osimhen er annar Nígeríumaðurinn sem hnígur niður eftir að hafa fengið höfuðhögg. Á síðasta tímabili missti Taiwo Awoniyi einnig meðvitund eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með Mainz 05. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ Sjá meira
Osimhen var fluttur beint á sjúkrahús eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Atalanta og Napoli í ítalska fótboltanum á sunnudaginn. Osimhen var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær en hafði þá eytt sólarhring á sjúkrahúsi í Bergamo. Atalanta vann leikinn 4-2 en undir lok hans þá lentu þeir Victor Osimhen og Cristian Romero í óhugnanlegu samstuði. Osimhen lá eftir og var á endanum borinn af velli og síðan keyrður beint upp á sjúkrahús. Napoli star Victor Osimhen to remain in hospital after being knocked UNCONSCIOUS during defeat to Atalanta https://t.co/4ImhaBxglT— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 Victor Osimhen er 22 ára gamall og landsliðsmaður Nígeríu. Hann hefur skorað 2 mörk í 10 leikjum í ítölsku deildinni á leiktíðinni. ESPN hafði það eftir manni nákomnum Osimhen að leikmaðurinn hafi verið í sjokki þegar hann horfði aftur á atvikið. „Hann trúði þessu ekki þegar þau sýndu honum upptöku af atvikinu. Honum leið eins og að heilinn sinn hafi verið endurræstur,“ sagði heimildarmaður ESPN. Margir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Victor Osimhen hafi náð aftur meðvitund í sjúkrabílnum en heimildarmaður ESPN segir það ekki vera alveg rétt. „Hann sagði að hann hafi misst meðvitund í um þrjátíu mínútur. Það var ekki fyrr en þau komu upp á sjúkrahús sem hann áttaði sig á því hvað var að gerast í kringum hann. Það var þá sem þau sýndu honum upptökuna af atvikinu,“ sagði heimildarmaður ESPN. Napoli's Osimhen 'lost consciousness for 30 mins' https://t.co/jaobZsnyIY— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 Þrátt fyrir allt þetta þá segir umræddur heimildarmaður ESPN að leikmaðurinn hafi fengið grænt ljós frá læknum sínum um að hann megi spila næsta leik Napoli sem er á móti Granada í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Osimhen að undanförnu. Hann er enn að ná sér að fullu eftir axlarmeiðsli og fékk kórónuveiruna þegar hann fór heim til Nígeríu í jólafrí. Osimhen er annar Nígeríumaðurinn sem hnígur niður eftir að hafa fengið höfuðhögg. Á síðasta tímabili missti Taiwo Awoniyi einnig meðvitund eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með Mainz 05.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ Sjá meira