Erlent

Gíneu­menn hefja bólu­setningar gegn ebólu

Atli Ísleifsson skrifar
Á árunum 2013 til 2016 létust 11.300 manns af völdum ebólu í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.
Á árunum 2013 til 2016 létust 11.300 manns af völdum ebólu í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne. EPA

Byrjað verður að bólusetja gegn ebólu í Gíneu í dag eftir að um 11 þúsund skammtar voru fluttir til höfuðborgarinnar Conakry með flugi.

Greint var frá því fyrr í mánuðinum að nokkrir einstaklingar hafi látist af völdum ebólu í landinu og enn fleiri greinst, en um var að ræða þau fyrstu í landinu frá faraldrinum sem gekk yfir á árunum 2013 til 2016.

Þá létust 11.300 manns af völdum veirunnar í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.

Hluti bóluefnisskammtanna verður sendur til Nzerekore í suðausturhluta landsins þar sem fimm dauðsföll hafa verið rakin til ebólu á síðustu dögum.

Eftir að smitin greindust hafa stjórnvöld í Gíneu lagt bann við fjölsótta markaði og aðrar samkomur líkt og jarðarfarir. Þá hafa stjórnvöld í nágrannaríkjum Gíneu hert eftirlit á landamærum.

Nokkur tilfelli ebólu hafa sömuleiðis greinst í Austur-Kongó á síðustu dögum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×