Greint var frá því fyrr í mánuðinum að nokkrir einstaklingar hafi látist af völdum ebólu í landinu og enn fleiri greinst, en um var að ræða þau fyrstu í landinu frá faraldrinum sem gekk yfir á árunum 2013 til 2016.
Þá létust 11.300 manns af völdum veirunnar í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.
Hluti bóluefnisskammtanna verður sendur til Nzerekore í suðausturhluta landsins þar sem fimm dauðsföll hafa verið rakin til ebólu á síðustu dögum.
Eftir að smitin greindust hafa stjórnvöld í Gíneu lagt bann við fjölsótta markaði og aðrar samkomur líkt og jarðarfarir. Þá hafa stjórnvöld í nágrannaríkjum Gíneu hert eftirlit á landamærum.
Nokkur tilfelli ebólu hafa sömuleiðis greinst í Austur-Kongó á síðustu dögum.