Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 18:31 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur vísað málinu til lögreglu. Vísir/Egill Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. Embætti landlæknis hefur haft störf læknisins til skoðunar frá því í nóvember 2019, en samhliða því lét hann af störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er útilokað að fleiri starfsmenn stofnunarinnar tengist málinu með einhverjum hætti. Athugasemdir um störf læknisins bárust í kjölfar andláts konu á áttræðisaldri. Fjölskylda konunnar hafði þá gert verulegar athugasemdir við störf læknisins. Upphófst þá sá grunur að læknirinn hefði sent fólk á líknandi meðferð að óþörfu og samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál á hendur lækninum til skoðunar. Aðstandendur annarra sjúklinga hafa verið upplýstir um málið en í samtali við fréttastofu segist þeim hafa brugðið við fréttirnar. Þá herma heimildir að rannsóknin hafi verið umfangsmikil en álit landlæknis spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í niðurstöðukaflanum kemur fram að maðurinn hafi gert mörg og alvarleg mistök á ýmsum sviðum, hvort sem er tengdum greiningum, hjúkrun eða lífslokameðferð, svo fátt eitt sé nefnt. Vísa málinu til lögreglu Læknirinn lét sjálfur af störfum þegar málið kom upp en við eftirgrennslan er nafn hans ekki að finna yfir einstaklinga með lækningaleyfi. Embætti landlæknis gat ekki tjáð sig um málið né hvort viðkomandi hafi verið sviptur starfsleyfinu en í skriflegu svari segir að almennt megi segja ef nafn heilbrigðisstarfsmanns sé ekki að finna í starfsleyfaskrá geti ástæðan verið að viðkomandi hafi afsalað sér leyfinu, til dæmis vegna veikinda eða verið sviptur því. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað en sendi fréttastofu yfirlýsingu þar sem segir að þjónustu stofnunarinnar hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið. Málið sé litið alvarlegum augum og allt verði gert til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. Stofnunin hafi vísað málinu til lögreglu. Þá íhugar fjölskylda hinnar látnu næstu skref í málinu. Yfirlýsing HSS í heild: Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) barst 18. þessa mánaðar álit frá Embætti landlæknis þar sem niðurstaða var sú að þjónustu stofnunarinnar við sjúkling sem lést á sjúkradeild síðla árs 2019 hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið og viðurkennt verklag. Framkvæmdastjórn HSS lítur þessa niðurstöðu mjög alvarlegum augum og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Við hörmum atburðinn og hugur okkar er hjá aðstandendum. Eftir að málið kom upp var strax settur enn meiri kraftur í að bæta verkferla sem snúa að utanumhaldi og eftirfylgni með skjólstæðingum heilbrigðisstofnunarinnar. Læknirinn sem bar ábyrgð á meðferðinni var settur í leyfi og lét í kjölfarið af störfum við stofnunina. Jafnframt vísaði HSS umræddu máli til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Af þeim sökum getur stofnunin ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Heilbrigðismál Reykjanesbær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Embætti landlæknis hefur haft störf læknisins til skoðunar frá því í nóvember 2019, en samhliða því lét hann af störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er útilokað að fleiri starfsmenn stofnunarinnar tengist málinu með einhverjum hætti. Athugasemdir um störf læknisins bárust í kjölfar andláts konu á áttræðisaldri. Fjölskylda konunnar hafði þá gert verulegar athugasemdir við störf læknisins. Upphófst þá sá grunur að læknirinn hefði sent fólk á líknandi meðferð að óþörfu og samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál á hendur lækninum til skoðunar. Aðstandendur annarra sjúklinga hafa verið upplýstir um málið en í samtali við fréttastofu segist þeim hafa brugðið við fréttirnar. Þá herma heimildir að rannsóknin hafi verið umfangsmikil en álit landlæknis spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í niðurstöðukaflanum kemur fram að maðurinn hafi gert mörg og alvarleg mistök á ýmsum sviðum, hvort sem er tengdum greiningum, hjúkrun eða lífslokameðferð, svo fátt eitt sé nefnt. Vísa málinu til lögreglu Læknirinn lét sjálfur af störfum þegar málið kom upp en við eftirgrennslan er nafn hans ekki að finna yfir einstaklinga með lækningaleyfi. Embætti landlæknis gat ekki tjáð sig um málið né hvort viðkomandi hafi verið sviptur starfsleyfinu en í skriflegu svari segir að almennt megi segja ef nafn heilbrigðisstarfsmanns sé ekki að finna í starfsleyfaskrá geti ástæðan verið að viðkomandi hafi afsalað sér leyfinu, til dæmis vegna veikinda eða verið sviptur því. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað en sendi fréttastofu yfirlýsingu þar sem segir að þjónustu stofnunarinnar hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið. Málið sé litið alvarlegum augum og allt verði gert til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. Stofnunin hafi vísað málinu til lögreglu. Þá íhugar fjölskylda hinnar látnu næstu skref í málinu. Yfirlýsing HSS í heild: Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) barst 18. þessa mánaðar álit frá Embætti landlæknis þar sem niðurstaða var sú að þjónustu stofnunarinnar við sjúkling sem lést á sjúkradeild síðla árs 2019 hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið og viðurkennt verklag. Framkvæmdastjórn HSS lítur þessa niðurstöðu mjög alvarlegum augum og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Við hörmum atburðinn og hugur okkar er hjá aðstandendum. Eftir að málið kom upp var strax settur enn meiri kraftur í að bæta verkferla sem snúa að utanumhaldi og eftirfylgni með skjólstæðingum heilbrigðisstofnunarinnar. Læknirinn sem bar ábyrgð á meðferðinni var settur í leyfi og lét í kjölfarið af störfum við stofnunina. Jafnframt vísaði HSS umræddu máli til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Af þeim sökum getur stofnunin ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu.
Heilbrigðismál Reykjanesbær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira