Höfða mál gegn orkufyrirtækjum eftir að ellefu ára sonur þeirra lést Sylvía Hall skrifar 22. febrúar 2021 18:12 Cristian Pineda var ellefu ára gamall þegar hann lést, en fjölskyldan hafði flutt til Texas frá Hondúras fyrir tveimur árum síðan. Gofundme Fjölskylda hins ellefu ára gamla Cristian Pineda hefur höfðað skaðabótamál gegn orkufyrirtækjum í Texas eftir að sonur þeirra lést í vetrarstormunum sem hafa gengið yfir suðurríki Bandaríkjanna. Telja þau son sinn hafa dáið úr lungnabólgu, en niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir. Kuldakastið hefur leitt til minnst sjötíu dauðsfalla í Texas og nærliggjandi ríkjum og voru milljónir án rafmagns og vatns þegar kuldinn var hvað mestur, en yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir það hversu laskað kerfið reyndist vera. Pineda bjó ásamt fjölskyldu sinni í hjólhýsi, en hann fannst látinn þar í síðustu viku. Móðir hans kom að honum en hún segir ekkert hafa amað að þann daginn, hann hafi verið hress og glaður áður en hún kom að honum látnum. Fjölskyldan hafi þó verið án hita og rafmagns í tvo daga og fór kuldinn mest niður í tólf gráðu frost á þeim tíma. Fjölskyldan krefst 100 milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur frá orkufyrirtækjunum. Telur hún fyrirtækin hafa sýnt af sér vanrækslu með því að setja gróða framar lífi og heilsu fólks í ríkinu. Margir íbúar ríkisins standa nú frammi fyrir því að þurfa að greiða himinháa rafmagnsreikninga. Einhverjir íbúar hafa fengið reikninga fyrir allt að fimm þúsund dali, sem samsvarar tæpum 650 þúsund krónum, og er það fyrir eina viku. Lítið um er um lög og reglur þegar kemur að orkumarkaði Texas og bjóða orkusölur neytendum upp á að borga markaðsverð fyrir rafmagn, sem getur reynst fólki ódýrara þegar lítið álag er á kerfi ríkisins. Níu þúsund dalir var hámarksverð sem lög og reglur Texas leyfa og hélst verðið þar stóran hluta síðustu viku. Bandaríkin Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fleiri fréttir „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Sjá meira
Kuldakastið hefur leitt til minnst sjötíu dauðsfalla í Texas og nærliggjandi ríkjum og voru milljónir án rafmagns og vatns þegar kuldinn var hvað mestur, en yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir það hversu laskað kerfið reyndist vera. Pineda bjó ásamt fjölskyldu sinni í hjólhýsi, en hann fannst látinn þar í síðustu viku. Móðir hans kom að honum en hún segir ekkert hafa amað að þann daginn, hann hafi verið hress og glaður áður en hún kom að honum látnum. Fjölskyldan hafi þó verið án hita og rafmagns í tvo daga og fór kuldinn mest niður í tólf gráðu frost á þeim tíma. Fjölskyldan krefst 100 milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur frá orkufyrirtækjunum. Telur hún fyrirtækin hafa sýnt af sér vanrækslu með því að setja gróða framar lífi og heilsu fólks í ríkinu. Margir íbúar ríkisins standa nú frammi fyrir því að þurfa að greiða himinháa rafmagnsreikninga. Einhverjir íbúar hafa fengið reikninga fyrir allt að fimm þúsund dali, sem samsvarar tæpum 650 þúsund krónum, og er það fyrir eina viku. Lítið um er um lög og reglur þegar kemur að orkumarkaði Texas og bjóða orkusölur neytendum upp á að borga markaðsverð fyrir rafmagn, sem getur reynst fólki ódýrara þegar lítið álag er á kerfi ríkisins. Níu þúsund dalir var hámarksverð sem lög og reglur Texas leyfa og hélst verðið þar stóran hluta síðustu viku.
Bandaríkin Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fleiri fréttir „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð