Allir vilja komast á Alþingi Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2021 14:05 Fyrir liggur að það verður blóðugur slagur á Suðurlandi, um efsta sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi Alþingiskosningar. Þingsæti eru takmörkuð auðlind. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. Fyrir liggur að fjögur bítast nú um efsta sæti á lista þar. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði, Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og nú síðast gaf sig fram Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og varaþingmaður. Hún hefur lýst því yfir að hún vilji leiða listann. Heiða Guðný nýtur mikilla vinsælda ekki síst fyrir skeleggan málflutning í umhverfisvernd. Hún var í 2. sæti á lista, á eftir Ara Trausta Guðmundssyni sem nokkuð óvænt komst inn á þing í síðustu kosningum. Ekki er úr vegi að ætla að Ari Trausti geti að verulegu leyti þakkað Heiðu Guðný það að hann rataði inná þing. En hugsanlega nýtur hún meira fylgis í grasrót flokksins en meðal forystunnar? Kolbeinn er í innsta hring Katrínar Jakobsdóttur formanns sem nýverið réði Róbert sem upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Erfitt er að lesa í hvað þetta þýðir. Engin leið að spá fyrir um hvernig fer „Þarna eru fjögur að bítast um toppsætið, VG er með einn þingmann í kjördæminu og mælingar sýna að það er ekki að fara að breytast,“ segir Eiríkur spurður um hvað megi eiginlega um þetta segja. Ólíklegt er að flokkurinn fái fleiri þingmenn en einn í þessu kjördæmi, sé miðað við kannanir og niðurstöðu úr síðustu kosningum. Eiríkur Bergmann segir vonlaust að spá fyrir um hvernig fari í baráttunni um efsta sæti á lista Vinstri grænna á Suðurlandi.vísir/arnar „Þetta er orðið ansi mikið kraðak þarna. Vissulega rétt að ólíklegt er að fáist fleiri en eitt sæti úr kjördæminu. Kolbeinn hlýtur að vera í vænlegastri stöðu en hann fær svakalega samkeppni. Róbert er enginn aukvisi,“ segir Eiríkur. En Róbert, sem á ættir að rekja til Eyja, er þekktur fyrir að draga ekki af sér í kosningabaráttu og gengur þá jafnvel milli bæja og bankar uppá. „En konurnar tvær eru eflaust í bestu tengingunni við kjördæmið á vettvangi þess. Ekki hægt að spá fyrir um hvernig þetta fer. En þetta verður blóðug barátta. Allt eða ekkert. Annað sætið og þú ert úti.“ Þingsæti takmörkuð auðlind Samfylkingin hefur gengið frá sínum listum í Reykjavíkurkjördæmunum og kom þá berlega fram að miklu fleiri en fengu vildu sæti á lista. Er þessi blóðugi slagur Vinstri grænna á Suðurlandi ekki gott dæmi um það hversu áfjáðir menn eru í að komast á þing? „Menn hafa alltaf verið áfjáðir í að komast á þing. Þingsæti eru takmörkuð auðlind.“ Eins og fram hefur komið fram hafa laun þingmanna rokið upp, heldurðu að það hafi áhrif? „Einhver. En ekki mikil. Þetta snýst ekki svo mikið um launin. Á þingmennska ekki vera til komin af hugsjón?“ Er það ekki rétt munað að það var ekkert endilega reiknað með því að VG fengi þingmann af Suðurlandinu síðast? „Jú, rétt er það. Flokkurinn vann mikinn sigur sem skilaði þessu sæti. Er engan veginn öruggt að það náist í haust.“ Enn eru margir mánuðir í kosningar. Þær verða að öllu óbreyttu haldna 25. september en fyrir liggur að fjölmargir eru þegar komnir í kosningaham. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Róbert sækist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í september. 7. febrúar 2021 22:40 Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í forvali flokksins sem sé framundan. 20. janúar 2021 07:47 Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Fyrir liggur að fjögur bítast nú um efsta sæti á lista þar. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði, Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og nú síðast gaf sig fram Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og varaþingmaður. Hún hefur lýst því yfir að hún vilji leiða listann. Heiða Guðný nýtur mikilla vinsælda ekki síst fyrir skeleggan málflutning í umhverfisvernd. Hún var í 2. sæti á lista, á eftir Ara Trausta Guðmundssyni sem nokkuð óvænt komst inn á þing í síðustu kosningum. Ekki er úr vegi að ætla að Ari Trausti geti að verulegu leyti þakkað Heiðu Guðný það að hann rataði inná þing. En hugsanlega nýtur hún meira fylgis í grasrót flokksins en meðal forystunnar? Kolbeinn er í innsta hring Katrínar Jakobsdóttur formanns sem nýverið réði Róbert sem upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Erfitt er að lesa í hvað þetta þýðir. Engin leið að spá fyrir um hvernig fer „Þarna eru fjögur að bítast um toppsætið, VG er með einn þingmann í kjördæminu og mælingar sýna að það er ekki að fara að breytast,“ segir Eiríkur spurður um hvað megi eiginlega um þetta segja. Ólíklegt er að flokkurinn fái fleiri þingmenn en einn í þessu kjördæmi, sé miðað við kannanir og niðurstöðu úr síðustu kosningum. Eiríkur Bergmann segir vonlaust að spá fyrir um hvernig fari í baráttunni um efsta sæti á lista Vinstri grænna á Suðurlandi.vísir/arnar „Þetta er orðið ansi mikið kraðak þarna. Vissulega rétt að ólíklegt er að fáist fleiri en eitt sæti úr kjördæminu. Kolbeinn hlýtur að vera í vænlegastri stöðu en hann fær svakalega samkeppni. Róbert er enginn aukvisi,“ segir Eiríkur. En Róbert, sem á ættir að rekja til Eyja, er þekktur fyrir að draga ekki af sér í kosningabaráttu og gengur þá jafnvel milli bæja og bankar uppá. „En konurnar tvær eru eflaust í bestu tengingunni við kjördæmið á vettvangi þess. Ekki hægt að spá fyrir um hvernig þetta fer. En þetta verður blóðug barátta. Allt eða ekkert. Annað sætið og þú ert úti.“ Þingsæti takmörkuð auðlind Samfylkingin hefur gengið frá sínum listum í Reykjavíkurkjördæmunum og kom þá berlega fram að miklu fleiri en fengu vildu sæti á lista. Er þessi blóðugi slagur Vinstri grænna á Suðurlandi ekki gott dæmi um það hversu áfjáðir menn eru í að komast á þing? „Menn hafa alltaf verið áfjáðir í að komast á þing. Þingsæti eru takmörkuð auðlind.“ Eins og fram hefur komið fram hafa laun þingmanna rokið upp, heldurðu að það hafi áhrif? „Einhver. En ekki mikil. Þetta snýst ekki svo mikið um launin. Á þingmennska ekki vera til komin af hugsjón?“ Er það ekki rétt munað að það var ekkert endilega reiknað með því að VG fengi þingmann af Suðurlandinu síðast? „Jú, rétt er það. Flokkurinn vann mikinn sigur sem skilaði þessu sæti. Er engan veginn öruggt að það náist í haust.“ Enn eru margir mánuðir í kosningar. Þær verða að öllu óbreyttu haldna 25. september en fyrir liggur að fjölmargir eru þegar komnir í kosningaham.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Róbert sækist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í september. 7. febrúar 2021 22:40 Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í forvali flokksins sem sé framundan. 20. janúar 2021 07:47 Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Róbert sækist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í september. 7. febrúar 2021 22:40
Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í forvali flokksins sem sé framundan. 20. janúar 2021 07:47
Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16