Innlent

Heiða Guðný vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, býður sig fram til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, býður sig fram til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Mynd/Kolbrún Ýr

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, býður sig fram til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Heiða Guðný er bóndi á Ljótarstöðum og hefur setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í tíu ár. Þetta kemur fram í framboðstilkynningu frá Heiðu.

„Ég hef setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í alls 10 ár í vor og hef verið varaþingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi á líðandi kjörtímabili. Mín helstu áherslumál í stjórnmálum og lífinu eru umhverfismál og virðing fyrir náttúrunni, jafnrétti og mannréttindi hvers konar og íslenskur landbúnaður,” segir Heiða.

Hún er fædd árið 1978 og tók við búi á Ljótarstöðum að loknu stúdentsprófi og búfræðinámi árið 2001. Hún hefur síðan starfað sem sauðfjárbóndi og unnið við rúning og fósturtalningu í sauðfé víða um land. Þá hefur hún verið varaþingmaður fyrir Vinstri græna í kjördæminu á yfirstandandi kjörtímabili.

Heiða Guðný er bóndi á Ljótarstöðum í Skaftárhreppi.mynd/Kolbrún Ýr


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.