Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingimari Þór. Þar kemur fram að hann hafi starfað hjá Kópavogsbæ undanfarin níu ár og unnið að verkefnum sem tengjast gagnsæi og beinu lýðræði í Kópavogi.
„Áður starfaði Ingimar meðal annars hjá eigin fyrirtæki Betri lausnir ehf. árin 2004 -2011, hjá Háskólanum í Reykjavík á árunum 2000-2004 og hjá Iðnlánasjóði og FBA árin 1989-2000. Ingimar var auk þess aðalkennari námskeiða við Háskólann í Reykjavík á árunum 2004-2016.
Megin áherslumál Ingimars er aukið gagnsæi og að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla. Hann vill auka skilvirkni Alþingis og nýta betri lausnir varðandi eftirlit og mælingu á árangri hins opinbera,“ segir í tilkynningunni.