Erlent

Vilja opna rannsókn á morði Malcolm X

Sylvía Hall skrifar
Malcolm X var myrtur þann 21. febrúar árið 1965.
Malcolm X var myrtur þann 21. febrúar árið 1965. Getty

Dætur Malcolm X vilja að rannsókn á morði föður þeirra verði opnuð að nýju vegna nýrra sönnunargagna í málinu. Malcolm X var þekktur fyrir réttindabaráttu sína í Bandaríkjunum, en hann var skotinn til bana þennan dag, 21. febrúar, árið 1965.

Þau sönnunargögn sem dætur hans vísa til er bréf sem lögreglumaðurinn Raymond Wood skrifaði á dánarbeði sínu. Í bréfinu gefur lögreglumaðurinn í skyn að lögreglan í New York og alríkislögreglan, FBI, hafi staðið að morðinu, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Wood starfaði sem lögreglumaður á þeim tíma er Malcolm X var myrtur, og segir fjölskylda hans að hann hafi lýst því í bréfinu að hlutverk hans hafi verið að tryggja það að öryggisverðir Malcolm yrðu handteknir nokkrum dögum áður en hann var myrtur.

Þrír menn fengu dóm fyrir morðið á sínum tíma, allir meðlimir í hreyfingunni Nation of Islam, eða þjóð Islam, en Malcolm hafði lengið verið andlit hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hann sagði síðar skilið við hópinn.

Einn þeirra sem hlutu dóm er nú látinn en hinir tveir hafa fengið reynslulausn.

Lögreglan í New York sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði saksóknarann á Manhattan hafa farið fram á endurskoðun á rannsókninni. Embættið muni gera allt sem í valdi þess stendur til að aðstoða við þá endurskoðun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.