Innlent

Sprengjusveit eyddi breyttum flugeldi sem fannst í fjörunni

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sprengjusveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. Mynd úr safni
Sprengjusveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. Mynd úr safni Mynd/Ríkislögreglustjóri

Sprengjusérfræðingar frá embætti ríkislögreglustjóra voru sendir á vettvang eftir að lögreglu barst tilkynning um rörasprengju í fjörunni við Arnarnesvog í dag.

Reyndist meint rörasprengja vera breyttur flugeldur og var honum eitt með þar til gerðum búnaði sprengjusveitar.

Þetta kemur fram í síðdegispósti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var einn ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit á lögreglustöð fundust fíkniefni í fórum ökumannsins sem var látinn laus að lokinni skýrslutöku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×