Innlent

„Afsakið en hvaða grín er þetta?“

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lýsir undrun sinni yfir því að mennta- og menningarmálaráðherra hafi falið þremur þingmönnum stjórnarflokkanna að leita leiða til að sætta sjónarmið og rýna í lög vegna Ríkisútvarpsins. „Afsakið en hvaða grín er þetta?“ spyr Hanna Katrín sem furðar sig á því hvers vegna þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé ekki boðið að vera með.

Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, falið stjórnarþingmönnunum Kolbeini Óttarssyni Proppé, Silju Dögg Gunnarsdóttur og Páli Magnússyni að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins,“ líkt og það er orðað í tilkynningu ráðuneytisins frá því í gær. Hópurinn hefur til 31. mars til að skila tillögum sínum.

„Menntamálaráherra felur þremur stjórnarþingmönnum að athuga hvort endurskilgreina þurfi hlutverk RÚV, öryggishlutverk og og fjármögnun. Í leiðinni vill ráðherra fá tillögur að breytingum til að “sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.”

Þremenningarnir fá rúman mánuð til verksins og til að tryggja að það gangi vel fyrir sig eru engir stjórnarandstöðuþingmenn hafðir með í ráðum,“ skrifar Hanna Katrín á Facebook, um leið og hún deilir frétt vegna málsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.