„Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 21:01 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku. Landspítalinn tjáir sig ekki um einstök mál en Hjalti segir að andlega veikum sjúklingum sé sinnt á sama hátt og þeim sem glíma við líkamlega kvilla. Vísir/Egill Geðhjálp segir brotalamir í bráðaþjónustu við sjúklinga sem glíma við andleg veikindi. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir þennan sjúklingahóp fá sömu þjónustu og aðra sem þangað leiti. Fólk sé ekki sent heim nema eftir fullnægjandi mat. Pistill Írisar Hólm Jónsdóttur, sem birtist á Facebook í gær, hefur vakið mikla athygli í dag. Hún lýsir því að hún hafi leitað á bráðamóttöku í Fossvogi nóttina áður vegna andlegra veikinda. Enginn sérfræðingur hafi getað sinnt henni og hún fengið val um að fara heim eða bíða eftir að bráðamóttaka geðþjónustu opnaði á hádegi daginn eftir. Íris telur þessar móttökur ekki boðlegar. Kæra Svandís Svavarsdóttir Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég...Posted by Íris Hólm Jónsdóttir on Fimmtudagur, 18. febrúar 2021 Landspítali getur ekki tjáð sig um einstök mál en Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku í Fossvogi segir að þar sé tekið á móti andlega veikum sjúklingum á sama hátt og öðrum. „Við höfum aðstöðu til að taka á móti og sinna öllum þessum málum vel þar, þó að það mætti að sjálfsögðu alltaf bæta aðstöðuna.“ Hann segir að innlagnarvandi hafi vissulega skapað tafir á bráðamóttökunni. Þá telji hann geðrænan vanda fjölþættan og best leystan í samvinnu ólíkra heilbrigðisstofnana og stétta. Þarf oft að senda fólk heim, er oft sem ekkert er hægt að gera? „Fólk er ekki sent heim af bráðamóttökunni nema það hafi fengið fullnægjandi mat. Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til.“ Auðvelda eigi aðgengi áður en vandamálin blása út Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar telur ákveðnar brotalamir á fyrirkomulagi bráðaþjónustunnar eins og hún er núna. Aðgreining þjónustunnar sé gamaldags. „Það er slæmt ef við leitum aðstoðar þegar allt er komið í vitleysu, það á að vera auðveldara aðgengi að leita áður en vandamálin verða svona stór. Það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa eins mikið af forvörnum og við getum og heilsugæslan á að vera fyrsta stigs þjónusta þar sem þú kemur inn og færð aðstoð þannig að þú lendir ekki í svona hremmingum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Pistill Írisar Hólm Jónsdóttur, sem birtist á Facebook í gær, hefur vakið mikla athygli í dag. Hún lýsir því að hún hafi leitað á bráðamóttöku í Fossvogi nóttina áður vegna andlegra veikinda. Enginn sérfræðingur hafi getað sinnt henni og hún fengið val um að fara heim eða bíða eftir að bráðamóttaka geðþjónustu opnaði á hádegi daginn eftir. Íris telur þessar móttökur ekki boðlegar. Kæra Svandís Svavarsdóttir Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég...Posted by Íris Hólm Jónsdóttir on Fimmtudagur, 18. febrúar 2021 Landspítali getur ekki tjáð sig um einstök mál en Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku í Fossvogi segir að þar sé tekið á móti andlega veikum sjúklingum á sama hátt og öðrum. „Við höfum aðstöðu til að taka á móti og sinna öllum þessum málum vel þar, þó að það mætti að sjálfsögðu alltaf bæta aðstöðuna.“ Hann segir að innlagnarvandi hafi vissulega skapað tafir á bráðamóttökunni. Þá telji hann geðrænan vanda fjölþættan og best leystan í samvinnu ólíkra heilbrigðisstofnana og stétta. Þarf oft að senda fólk heim, er oft sem ekkert er hægt að gera? „Fólk er ekki sent heim af bráðamóttökunni nema það hafi fengið fullnægjandi mat. Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til.“ Auðvelda eigi aðgengi áður en vandamálin blása út Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar telur ákveðnar brotalamir á fyrirkomulagi bráðaþjónustunnar eins og hún er núna. Aðgreining þjónustunnar sé gamaldags. „Það er slæmt ef við leitum aðstoðar þegar allt er komið í vitleysu, það á að vera auðveldara aðgengi að leita áður en vandamálin verða svona stór. Það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa eins mikið af forvörnum og við getum og heilsugæslan á að vera fyrsta stigs þjónusta þar sem þú kemur inn og færð aðstoð þannig að þú lendir ekki í svona hremmingum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira