Innlent

Lægð nálgast landið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Suðurlandsvegur og Hellisheiði
Suðurlandsvegur og Hellisheiði Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Lægð nálgast nú landið úr suðri og fylgir henni vaxandi norðaustanátt, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu eftir hádegi. Skýjað með köflum en þurrt að kalla að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Á Norðausturlandi er hins vegar spáð hægari vindi og snjómuggu. Í kvöld bætir í vind með suðausturströndinni sem og á Vestfjörðum og Breiðafirði. Vægt frost er víðast hvar á landinu en hiti á bilinu núll til fjögur stig syðst.

„Á morgun fer lægðin vestur fyrir land og vindur verður sunnanstæður og skil fara yfir landið með rigningu eða slyddu en í kjölfarið léttir til og víða verður orðið bjart undir kvöld. Skilunum fylgir heldur hlýrra loft en aftur kólnar annað kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Vaxandi norðaustan átt, 8-15 m/s og skýjað með köflum og þurrt að kalla eftir hádegi. Hægari vindur og dálítil slydda eða snjókoma norðaustantil. Bætir í vind með suðausturströndinni og á Vestfjörðum í kvöld. Frost 0 til 5 stig en hiti 0 til 4 stig syðst.

Gengur í sunnan 5-13 á morgun en lengst af norðaustan 10-15 um norðvestanvert landið. Rigning eða slydda með köflum en styttir upp og léttir til síðdegis. Hlýnar er líður á daginn, hiti 0 til 6 stig seinnipartinn en kólnar heldur annað kvöld.

Á laugardag:

Sunnan og suðaustan 5-13 m/s en lengst af norðaustan 8-13 norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum og hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og rigning eða slydda með köflum en dregur úr úrkomu sunnantil seinnipartinn. Hiti um og yfir frostmarki.

Á mánudag:

Suðlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda með köflum en léttir til eftir hádegi. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Stíf austanátt og úrkoma sunnan- og austanlands en annars lengst af þurrt. Hiti 0 til 5 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.