Innlent

Handtekinn tvo daga í röð á Bíldudal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi verið við vinnu á Bíldudal.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi verið við vinnu á Bíldudal. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var handtekinn tvo daga í röð á Bíldudal nú í vikunni, annars vegar vegna gruns um að vera valdur að líkamsárás og hins vegar vegna gruns um að hafa ógnað tveimur einstaklingum með hníf.

Í Facebook-færslu lögreglunnar á Vestfjörðum segir að síðastliðið sunnudagskvöld hafi lögreglan verið kölluð að íbúðarhúsi á Bíldudal þar sem átök höfðu átt sér stað en Vísir greindi frá málinu fyrr í vikunni.

„Þegar lögreglu bar að var þar maður með áverka og skerta meðvitund. Annar karlmaður var á staðnum og var hann handtekinn og færður í fangageymslu á Patreksfirði, grunaður um að hafa verið valdur að árásinni.

Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík. Hann reyndist síðar ekki með alvarlega áverka,“ segir í færslu lögreglunnar.

Bíldudalur - Að kveldi sunnudagsins 14. febrúar var lögregla kölluð að íbúðarhúsi á Bíldudal þar sem átök höfðu átt...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Thursday, February 18, 2021

Hinum grunaða var sleppt lausum daginn eftir að lokinni yfirheyrslu. Síðar sama dag var lögreglan hins vegar aftur kölluð að sama húsi á Bíldudal vegna tilkynningar um að sami maður hefði ógnað tveimur manneskjum með hníf.

„Einnig var kona handtekin á staðnum, en hún hafði veist að lögreglunni og reynt að hindra handtöku árásaraðilans.

Bæði sátu þau í fangageymslu lögreglunnar þar til daginn eftir. Þeim var sleppt lausum að yfirheyrslu lokinni. Þau munu hafa bæði hafa verið við vinnu á Bíldudal.

Mál fólksins er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.