Mættu með ljósin blikkandi og Jóhannes fluttur með hraði á sjúkrahús Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2021 11:31 Jóhannes Ásbjörnsson var í tuttugu daga í einangrun eftir að hafa veikst af Covid-19. Vísir/vilhelm Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingarstaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jói segir að árið 2020 hafi verið erfitt rekstrarlega en hann hafi lært mikið á þessu ári. Undir lok ársins smitaðist Jóhannes af kórónuveirunni og fékk í kjölfarið Covid-19 sjúkdóminn. Jóhannes var ekki einn af þeim sem veiktist lítillega og varð hann í raun fárveikur. „Ég varð helvíti veikur. Konan mín smitast um mánaðamótin nóvember, desember í fyrra. Við förum strax í mælingu og látum tékka á okkur strax með börnin þrjú og við vorum öll neikvæð. Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég kominn með þetta og miðjudóttir mín,“ segir Jóhannes. Tuttugu dagar í einangrun „Olla konan mín varð alveg töluvert veik í fjóra, fimm daga og fékk háan hita en síðan allt í góðu. Ég veikist og verð mjög lasinn, háan hita, beinverki og öll þessi einkenni. Svo á fimmta degi fer þetta að ganga niður og á sjötta og sjöunda degi fannst mér ég vera helvíti góður bara og var að bíða eftir því að sleppa út.“ Þarna voru þau hjónin komin með lokadagsetningu. Klippa: Einkalífið - Jóhannes Ásbjörnsson „Við tókum þá ákvörðun um að fara í gegnum geymsluna, orðin svona helvíti kraftmikil og ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði. Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir. Þarna var þetta að toppa. Ég var alls í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að komast út fyrir jólin.“ Hann segist hafa þurft að leggja sig á daginn og farið að sofa níu á kvöldin í töluverðan tíma eftir veikindin, orkan var svo lítil. „Ég hef þurft tíma til að koma mér af stað aftur og ég fékk svæsnu útgáfuna af þessu. Ég finn það þegar ég fer í ræktina, yoga, körfu og þessa hluti sem maður er vanur að gera að þar á maður svolítið mikið í land.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingarstaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jói segir að árið 2020 hafi verið erfitt rekstrarlega en hann hafi lært mikið á þessu ári. Undir lok ársins smitaðist Jóhannes af kórónuveirunni og fékk í kjölfarið Covid-19 sjúkdóminn. Jóhannes var ekki einn af þeim sem veiktist lítillega og varð hann í raun fárveikur. „Ég varð helvíti veikur. Konan mín smitast um mánaðamótin nóvember, desember í fyrra. Við förum strax í mælingu og látum tékka á okkur strax með börnin þrjú og við vorum öll neikvæð. Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég kominn með þetta og miðjudóttir mín,“ segir Jóhannes. Tuttugu dagar í einangrun „Olla konan mín varð alveg töluvert veik í fjóra, fimm daga og fékk háan hita en síðan allt í góðu. Ég veikist og verð mjög lasinn, háan hita, beinverki og öll þessi einkenni. Svo á fimmta degi fer þetta að ganga niður og á sjötta og sjöunda degi fannst mér ég vera helvíti góður bara og var að bíða eftir því að sleppa út.“ Þarna voru þau hjónin komin með lokadagsetningu. Klippa: Einkalífið - Jóhannes Ásbjörnsson „Við tókum þá ákvörðun um að fara í gegnum geymsluna, orðin svona helvíti kraftmikil og ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði. Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir. Þarna var þetta að toppa. Ég var alls í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að komast út fyrir jólin.“ Hann segist hafa þurft að leggja sig á daginn og farið að sofa níu á kvöldin í töluverðan tíma eftir veikindin, orkan var svo lítil. „Ég hef þurft tíma til að koma mér af stað aftur og ég fékk svæsnu útgáfuna af þessu. Ég finn það þegar ég fer í ræktina, yoga, körfu og þessa hluti sem maður er vanur að gera að þar á maður svolítið mikið í land.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira