Ræða hvort endurskoða þurfi vopnareglur lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 09:09 Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að lögreglan hér á landi hafi veikari heimildir til að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi en víða á hinum Norðurlöndunum. Stöð 2/Einar Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. „Á fundinum ætlum við einmitt að ræða vopnareglurnar okkar og hvort það sé eitthvað sem við þurfum að endurskoða, fara yfir stöðuna hjá hverju og einu umdæmi og svo framvegis, þannig að þetta er allt í skoðun,“ sagði Sigríður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Fram hefur komið að rannsókn lögreglu á morðinu beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimum og skipulagðri brotastarfsemi. Hugsanlega til marks um annan veruleika Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi á dögunum að ef rannsókn leiði í ljós að morðið við Rauðagerði tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum séu það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem hafi ekki tilheyrt íslenskum veruleika til þessa. Alþjóðasviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. „Það er vissulega rétt sem Karl Steinar segir að miðað við vísbendingar þá erum við komin á nýjan stað þar sem við þurfum að endurmeta okkar viðbrögð,“ sagði Sigríður og bendir á að fram hafi komið í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2019 að gífurleg áhætta væri til staðar vegna skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi. Hún bætti við að aukinn þungi hafi verið settur í þjálfun lögreglunnar á síðustu árum, til að mynda skotþjálfun almennra lögreglumanna. Þá hafi meðal annars verið reynt að efla rannsóknargetu, tækninálgun, yfirheyrslutækni og eftirlit með peningaþvætti. „En það er alveg ljóst að við getum gert betur og það eru engar nýjar fréttir.“ Aðspurð um það hvað þurfi að breytast til þess að lögreglan geti betur sinnt skipulagðri brotastarfsemi segir Sigríður að til að mynda þyrfti að sjá til þess að lögreglan geti staðið í mun fleiri rannsóknum samtímis og auka samstarf milli lögregluyfirvalda og héraðssaksóknara. „Við þurfum að nýta til fulls þá samstarfsmöguleika sem eru hér á landi og síðan eigum við alltaf í sterkara og sterkara alþjóðasamstarfi, bæði með okkar fulltrúa hjá Europol og svo hefur Interpol samstarfið líka aðeins verið að eflast.“ Vill endurskoða heimildir lögreglunnar Sigríður segir ýmsar takmarkanir draga úr getu lögreglunnar til að hafa eftirlit með meintum glæpahópum. „Við erum ekki með nægjanlega sterkar heimildir inn í afbrotavarnarhlutverki lögreglu sem er eitthvað sem við erum að ræða við ráðuneytið um og svo erum við líka með mjög þröngar skorður til dæmis varðandi afhendingu gagna og hversu lengi við megum halda fólki í stórum rannsóknum. Það er auðvitað ekki það sama rannsókn og rannsókn, þegar þú ert með skipulagða brotastarfsemi sem teygir anga sína til marga landa þá tekur þetta bara lengri tíma og við megum ekki vera með slakari reglur heldur en samstarfsaðilarnir vegna þess að þá vilja þeir ekki vinna með okkur.“ Sigríður bendir þó á að ef bæta á í heimildir lögreglu þá þarf sömuleiðis að bæta eftirlit með störfum hennar. „Þannig að það þyrfti að skoða þetta samhliða en við erum með öðruvísi heimildir heldur en á Norðurlöndum vegna þess að við þurfum að hafa rökstuddan grun til þess að rannsaka meint afbrot en kannski aðrar þjóðir geta byrjað fyrr, þar er nóg að það sé grunur og við erum ekki þar.“ Hún segir að mikil fjölgun hafi verið í fjölda sérsveitarútkalla á síðustu árum. „Við erum að sjá fleiri og fleiri útköll sérsveitar og við megum ekki gleyma því að sérsveit getur vopnast og er sérstaklega þjálfuð til þess að almenna lögreglan þurfi ekki að vera vopnuð. Það er bara okkar samfélagslegi skilningur að við viljum ekki vopnaða lögreglu almennt en þess vegna þurfum við öfluga sérsveit og síðan öfluga almenna og vel þjálfaða lögreglu sem getur vopnast þegar þörf er á og það er þá tekin sérstök ákvörðun um það byggð á áhættumati eða ákvörðun yfirmanns.“ Lögreglan Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30 Segir stjórnmálamenn bera ábyrgð á uppgangi glæpagengja: „Hvað eru stjórnvöld búin að vera að gera?“ Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að þær upplýsingar sem komu fram í svartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hafi lengi legið fyrir. 31. maí 2019 13:56 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
„Á fundinum ætlum við einmitt að ræða vopnareglurnar okkar og hvort það sé eitthvað sem við þurfum að endurskoða, fara yfir stöðuna hjá hverju og einu umdæmi og svo framvegis, þannig að þetta er allt í skoðun,“ sagði Sigríður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Fram hefur komið að rannsókn lögreglu á morðinu beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimum og skipulagðri brotastarfsemi. Hugsanlega til marks um annan veruleika Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi á dögunum að ef rannsókn leiði í ljós að morðið við Rauðagerði tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum séu það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem hafi ekki tilheyrt íslenskum veruleika til þessa. Alþjóðasviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. „Það er vissulega rétt sem Karl Steinar segir að miðað við vísbendingar þá erum við komin á nýjan stað þar sem við þurfum að endurmeta okkar viðbrögð,“ sagði Sigríður og bendir á að fram hafi komið í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2019 að gífurleg áhætta væri til staðar vegna skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi. Hún bætti við að aukinn þungi hafi verið settur í þjálfun lögreglunnar á síðustu árum, til að mynda skotþjálfun almennra lögreglumanna. Þá hafi meðal annars verið reynt að efla rannsóknargetu, tækninálgun, yfirheyrslutækni og eftirlit með peningaþvætti. „En það er alveg ljóst að við getum gert betur og það eru engar nýjar fréttir.“ Aðspurð um það hvað þurfi að breytast til þess að lögreglan geti betur sinnt skipulagðri brotastarfsemi segir Sigríður að til að mynda þyrfti að sjá til þess að lögreglan geti staðið í mun fleiri rannsóknum samtímis og auka samstarf milli lögregluyfirvalda og héraðssaksóknara. „Við þurfum að nýta til fulls þá samstarfsmöguleika sem eru hér á landi og síðan eigum við alltaf í sterkara og sterkara alþjóðasamstarfi, bæði með okkar fulltrúa hjá Europol og svo hefur Interpol samstarfið líka aðeins verið að eflast.“ Vill endurskoða heimildir lögreglunnar Sigríður segir ýmsar takmarkanir draga úr getu lögreglunnar til að hafa eftirlit með meintum glæpahópum. „Við erum ekki með nægjanlega sterkar heimildir inn í afbrotavarnarhlutverki lögreglu sem er eitthvað sem við erum að ræða við ráðuneytið um og svo erum við líka með mjög þröngar skorður til dæmis varðandi afhendingu gagna og hversu lengi við megum halda fólki í stórum rannsóknum. Það er auðvitað ekki það sama rannsókn og rannsókn, þegar þú ert með skipulagða brotastarfsemi sem teygir anga sína til marga landa þá tekur þetta bara lengri tíma og við megum ekki vera með slakari reglur heldur en samstarfsaðilarnir vegna þess að þá vilja þeir ekki vinna með okkur.“ Sigríður bendir þó á að ef bæta á í heimildir lögreglu þá þarf sömuleiðis að bæta eftirlit með störfum hennar. „Þannig að það þyrfti að skoða þetta samhliða en við erum með öðruvísi heimildir heldur en á Norðurlöndum vegna þess að við þurfum að hafa rökstuddan grun til þess að rannsaka meint afbrot en kannski aðrar þjóðir geta byrjað fyrr, þar er nóg að það sé grunur og við erum ekki þar.“ Hún segir að mikil fjölgun hafi verið í fjölda sérsveitarútkalla á síðustu árum. „Við erum að sjá fleiri og fleiri útköll sérsveitar og við megum ekki gleyma því að sérsveit getur vopnast og er sérstaklega þjálfuð til þess að almenna lögreglan þurfi ekki að vera vopnuð. Það er bara okkar samfélagslegi skilningur að við viljum ekki vopnaða lögreglu almennt en þess vegna þurfum við öfluga sérsveit og síðan öfluga almenna og vel þjálfaða lögreglu sem getur vopnast þegar þörf er á og það er þá tekin sérstök ákvörðun um það byggð á áhættumati eða ákvörðun yfirmanns.“
Lögreglan Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30 Segir stjórnmálamenn bera ábyrgð á uppgangi glæpagengja: „Hvað eru stjórnvöld búin að vera að gera?“ Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að þær upplýsingar sem komu fram í svartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hafi lengi legið fyrir. 31. maí 2019 13:56 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15
Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30
Segir stjórnmálamenn bera ábyrgð á uppgangi glæpagengja: „Hvað eru stjórnvöld búin að vera að gera?“ Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að þær upplýsingar sem komu fram í svartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hafi lengi legið fyrir. 31. maí 2019 13:56