Innlent

Níu í fram­boði hjá Fram­sókn í Norð­austur­kjör­dæmi

Atli Ísleifsson skrifar
Ingibjörg Ólöf Ísaksen og Líneik Anna Sævarsdóttir sækjast báðar eftir að leiða listann.
Ingibjörg Ólöf Ísaksen og Líneik Anna Sævarsdóttir sækjast báðar eftir að leiða listann. Akureyri/Vísir/Baldur

Alls eru níu í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi fyrir póstkosningu þar sem kosið verður um sex efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar.

Frá þessu segir í tilkynningu frá skrifstofu flokksins. Kosningin fer fram dagana 1. til 31. mars.

Framsóknarflokkurinn náði tveimur þingmönnum á þing í Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum – Þórunni Egilsdóttur og Líneik Önnu Sævarsdóttur. Þórunn er nú í veikindaleyfi frá þingstörfum og tók Þórarinn Ingi Pétursson sæti hennar.

Í framboði eru:

  • Ingibjörg Ólöf Ísaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Akureyri – sækist eftir 1. sæti.
  • Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Fáskrúðsfirði – sækist eftir 1. sæti.
  • Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri, Fjarðabyggð – sækist eftir 2. sæti.
  • Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og varaþingmaður, Grýtubakkahreppi – sækist eftir 2. sæti.
  • Helgi Héðinsson, oddviti, Skútustaðahreppi – sækist eftir 2.-3. sæti.
  • Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi, Kelduhverfi – sækist eftir 2.-4. sæti.
  • Karítas Ríkharðsdóttir, blaðamaður, Raufarhöfn – sækist eftir 3.-4. sæti.
  • Halldóra Hauksdóttir, lögmaður, Akureyri – sækist eftir 4.-6. sæti.
  • Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Egilsstöðum – sækist eftir 4.-6. sæti.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×