Fótbolti

Bayern bjargaði stigi á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það voru áhugaverðar aðstæður á Allianz Arena leikvanginum í kvöld.
Það voru áhugaverðar aðstæður á Allianz Arena leikvanginum í kvöld. Adam Pretty/Getty Images

Sex mörk litu dagsins ljós er Bayern Munchen og Arminia Bielefeld gerðu 3-3 jafntefli. Bæjarar lentu 1-0 og 3-1 undir en náðu að bjarga andlitinu á heimavelli.

Eftir 37 mínútur stóðu leikar 0-2, gestunum í vil. Michel Vlap var að spila sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni og hann skoraði fyrsta markið á níundu mínútu.

Hann lagði svo upp annað markið fyrir Amos Pieper og gestirnir frá Michel Vlap leiddu 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja.

Robert Lewandowski minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en einungis mínútu síðar komust gestirnir aftur í tveggja marka forystu eftir mark frá Christian Gebauer.

Corentin Tolisso minnkaði muninn í 3-2 á 57. mínútu og þrettán mínútum síðar varð staðan jöfn er Alphonso Davies jafnaði metin. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 3-3.

Bayern Munchen er á toppi deildarinnar með 49 stig. Leipzig er sæti neðar með fimm stigum minna - en Arminia Bielefeld er í sextánda sætinu, með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×