Innlent

Sími, bor­vélar, humar og nauta­kjöt meðal þess sem stolið var

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt ef marka má dagbók hennar.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt ef marka má dagbók hennar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fimmtán hávaðaútköllum frá klukkan fimm síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Talsvert var um útköll þar sem munum hafði verið stolið. Klukkan hálf sex barst lögreglu tilkynning um að farið hefði verið í bifreið í vesturbæ Reykjavíkur og tveimur borvélum, ásamt úlpu, stolið.

Upp úr klukkan sex barst þá tilkynning um þjófnað á síma að andvirði 160.000 krónur úr fataskáp í sundlaug í miðbænum.

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um hnupl úr verslun í Fossvogi. Lögregla stöðvaði mann sem var í þann mund að yfirgefa verslunina og kom þá í ljós að hann hafði stolið humri, nautakjöti, kremi og fleiru fyrir tæpar 55.000 krónur, eftir því sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Skömmu síðar var bifreið stöðvuð í miðbænum. Ökumaður hennar reyndist vera 16 ára og því án ökuréttinda. Tveir farþegar voru í bílnum, jafngamlir ökumanninum. Málið er unnið með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar, segir í dagbók lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.