Innlent

Ung hjón 21 milljón ríkari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekki fylgir tilkynningu Getspár hvað ungu hjónin ætli að gera við vinninginn.
Ekki fylgir tilkynningu Getspár hvað ungu hjónin ætli að gera við vinninginn. Vísir/Vilhelm

Ung hjón með eitt barn og annað í leiðinni duttu eru 21 milljón króna ríkari eftir útdráttinn síðustu helgi. Þau unnu óskiptan tvöfaldan fyrsta vinning.

Í tilkynningu frá Getspá segir að konan hafi keypt sjálfsvalsmiða í Olís á Langatanga þegar hún átti leið gegnum Mosfellsbæ.

„Þegar hún lét svo fara yfir miðann eftir útdrátt fékk hún ábendingu um að koma sem fyrst á skrifstofu Íslenskrar getspár í Laugardal. Þetta þótti henni óþarfa umstang fyrir ólétta konu enda hafði hún rekið augun í það að seðlinum var ein röð með 3 rétta og slíkir vinningar eru alltaf greiddir út beint.“

Maðurinn hennar hafi prófað að skanna miðann inn í nýju útgáfu Lottóappsins og kom þá í ljós að auk þess að vera með þrjá rétta var önnur röð á seðlinum með allar fimm tölurnar réttar.

„Það varð því mikil gleði þegar unga fjölskyldan kom í Laugardalinn daginn eftir og ljóst að skanninn í Lottóappinu hafði sannað gildi sitt.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×