Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 höldum við áfram ítarlegri umfjöllun um sjávarútveginn en ljóst er að útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu.

Útgerðin kveðst aftur á móti ósammála þessu. Berghildur Erla, fréttamaður okkar, ræðir við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um málið í fréttatímanum.

Við förum líka ítarlega yfir stöðuna í faraldrinum. Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að það gæti farið að hylla undir afléttingar, þótt stutt sé frá þeim síðustu, en til þess þyrfti þó að herða tökin á landamærunum.

Við bregðum okkur þá á Alþingi þar sem stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra var efst á baugi. Forseti Alþingis segir frumvarpið fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni.

Svo fáum við að heyra sögu með fallegum endi. Í dag valdi Rauði kross Íslands skyndihjálparmann ársins. Það er hún Sólveig Ásgeirsdóttir sem bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar með því að hringja í 112 og hefja endurlífgun. Þær sátu vinkonurnar að spjalla þegar önnur fór skyndilega í hjartastopp en við hittum þær báðar í fréttatímanum og fáum að heyra sögu þeirra.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×