Fótbolti

Jón Dagur skoraði annan leikinn í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur kemur vel undan jólafríinu.
Jón Dagur kemur vel undan jólafríinu. Jan Christensen/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum annan leikinn í röð er hann skoraði eitt marka AGF í 3-1 sigri á B93 í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.

Jón Dagur tryggði AGF 1-0 sigur á Lyngby um helgina og hann skoraði fyrsta mark AGF gegn C-deildarliðinu í kvöld. Markið skoraði hann af stuttu færi á 39. mínútu.

Bakvörðurinn Alex Gersbach bætti við öðru markinu í upphafi síðari hálfleiks og Gift Links bætti við þriðja markinu ellefu mínútum fyrir leikslok. B93 klóraði í bakkann áður en yfir lauk og lokatölur 3-1.

Liðin mætast á nýjan leik, á heimavelli B93, þann 11. mars. Jón Dagur spilaði fyrsta klukkutímann í leiknum í kvöld.

PAOK er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Lamia í átta liða úrslitunum í gríska bikarnum. PAOK vann 5-2 sigur á heimavelli sínum í kvöld.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn fyrir PAOK Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Lamia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×