Já-fólkið eftir Gísla Darra í forvalinu til Óskarsverðlaunanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 12:44 Já-fólkið er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans. Já-fólkið Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er á meðal tíu stuttmynda sem eru í forvalinu fyrir tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár. Já-fólkið á möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta stutta teiknimyndin eða „Animated Short Film.“ Tilnefningarnar verða tilkynntar opinberlega þann 15. mars næstkomandi. Myndin var sýnd hér á landi á RIFF Heima kvikmyndahátíðinni á síðasta ári. Gísli Darri Halldórsson leikstjóri myndarinnar skrifaði einnig handritið og sá um klippingu. Myndin er á íslensku en með enskum texta. Inn á myndina tala meðal annars Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Kristján Franklín Magnús, Sigurður Sigurjónsson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. „Já-fólkið er teiknimynd sem fjallar um íbúa í ónefndri blokk sem vakna einn vetrarmorgun og rútína hversdagsleikans tekur við - hvort sem það er vinnan, skólinn eða heimilislífið. Við fylgjum fólkinu í einn sólahring en þegar líða tekur á daginn fer lífsmunstur hvers og eins að kristalla persónurnar (dugnaður, leti, fíkn og ástríða). Um kvöldið eru allir komnir heim og um blokkina ómar ýmist ástaratlot eða æpandi þögn sambandsleysis. Að lokum þarf hver og einn að horfast í augu við gjörðir dagsins. Þetta er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans,“ segir um myndina á vef Kvikmyndamiðstöðvar. Teiknimyndin er átta mínútur og 35 sekúndur og var frumsýnd á Minimalen Short Film Festival þann 24. janúar á síðasta ári. Framleiðendur eru Arnar Gunnarsson og Gísli Darri fyrir framleiðslufyrirtækið Caoz. Alls hafa níu Íslendingar verið tilnefndir til Óskarsverðlaunanna en á síðasta ári braut tónskáldið Hildur Guðnadóttir blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar með því að vinna Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Joker. Þar með varð hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Husavik mögulega tilnefnt til Óskarsverðlauna Lagið Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga á möguleika á því að verða tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta lagið. 10. febrúar 2021 07:43 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Já-fólkið á möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta stutta teiknimyndin eða „Animated Short Film.“ Tilnefningarnar verða tilkynntar opinberlega þann 15. mars næstkomandi. Myndin var sýnd hér á landi á RIFF Heima kvikmyndahátíðinni á síðasta ári. Gísli Darri Halldórsson leikstjóri myndarinnar skrifaði einnig handritið og sá um klippingu. Myndin er á íslensku en með enskum texta. Inn á myndina tala meðal annars Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Kristján Franklín Magnús, Sigurður Sigurjónsson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. „Já-fólkið er teiknimynd sem fjallar um íbúa í ónefndri blokk sem vakna einn vetrarmorgun og rútína hversdagsleikans tekur við - hvort sem það er vinnan, skólinn eða heimilislífið. Við fylgjum fólkinu í einn sólahring en þegar líða tekur á daginn fer lífsmunstur hvers og eins að kristalla persónurnar (dugnaður, leti, fíkn og ástríða). Um kvöldið eru allir komnir heim og um blokkina ómar ýmist ástaratlot eða æpandi þögn sambandsleysis. Að lokum þarf hver og einn að horfast í augu við gjörðir dagsins. Þetta er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans,“ segir um myndina á vef Kvikmyndamiðstöðvar. Teiknimyndin er átta mínútur og 35 sekúndur og var frumsýnd á Minimalen Short Film Festival þann 24. janúar á síðasta ári. Framleiðendur eru Arnar Gunnarsson og Gísli Darri fyrir framleiðslufyrirtækið Caoz. Alls hafa níu Íslendingar verið tilnefndir til Óskarsverðlaunanna en á síðasta ári braut tónskáldið Hildur Guðnadóttir blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar með því að vinna Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Joker. Þar með varð hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Husavik mögulega tilnefnt til Óskarsverðlauna Lagið Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga á möguleika á því að verða tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta lagið. 10. febrúar 2021 07:43 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Husavik mögulega tilnefnt til Óskarsverðlauna Lagið Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga á möguleika á því að verða tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta lagið. 10. febrúar 2021 07:43