Innlent

Einar vill aftur á þing

Atli Ísleifsson skrifar
Einar A. Brynjólfsson átti sæti á þingi á árunum 2016 til 2017.
Einar A. Brynjólfsson átti sæti á þingi á árunum 2016 til 2017. Aðsend

Einar A. Brynjólfsson kennari hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í haust. Hann sækist eftir að leiða lista flokksins.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Einari sem átti sæti á þingi á árunum 2016 til 2017.

„Á þessum stutta tíma kom ég að fjölmörgum þingmálum, t.d. varðandi rannsókn á Fjárfestingaleið Seðlabankans, stjórnarskrá, tekjustofna sveitarfélaga, lífeyrissjóðsmál, skattaundanskot, heilbrigðismál, menntamál, fjölmiðlamál, norrænt samstarf, barnaréttarmál, samgöngumál, umhverfismál og strandveiðar svo fátt eitt sé talið.

Ég vil þróa íslenskt samfélag í átt til jafnréttis og jöfnuðar á öllum sviðum, t.d. með því að ráðast gegn spillingu og óráðsíu, þannig að við öll fáum jöfn tækifæri til frægðar og frama án tillits til flokksskírteinis og/eða efnahags.

Ég vil berjast fyrir frelsi einstaklingsins til orðs og athafna og auka aðkomu almennings að lýðræðislegri ákvarðanatöku með því að beita mér fyrir nýrri stjórnarskrá, sérstaklega þeim ákvæðum sem snúa að auðlindum, beinu lýðræði og mannréttindum,“ segir meðal annars í tilkynningunni frá Einar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×