FIFA segir nei við Cloé Eyju og Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 09:30 Cloé Eyja Lacasse er mikill markaskorari og gæti svo sannarlega hjálpað íslenska landsliðinu. Instagram/@cloe_lacasse Íslenska-kanadíska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse fær ekki leikheimild með íslenska kvennalandsliðinu því Alþjóða knattspyrnusambandið segir að hún hafi ekki verið nógu lengi á Íslandi. Cloé Eyja Lacasse hefur verið íslenskur ríkisborgari í að verða tvö ár en hefur ekki fengið að spila með íslenska A-landsliðinu. Ástæðan er stífni FIFA sem segir nei. Vandamálið tengist dvalartíma Cloé Eyju á Íslandi og litlar líkur eru taldar á því að hún fá einhvern tímann leyfi til að spila með íslenska landsliðinu. Cloé Eyja Lacasse er kanadísk en fékk íslenskan ríkisborgararétt um mitt ár 2019. Hún spilað í fjögur tímabil með ÍBV í Pepsi Max deildinni en samdi við portúgalska félagið Benfica síðla sumars 2019. Fréttablaðið fjallar um mál Lacasse og fékk þar staðfestingu á stöðu mála frá Hauki Hinrikssyni sem er yfirlögfræðingur KSÍ og sér um leyfismálin. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins þá þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir landsliðið en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Benfica í Portúgal. KSÍ sendi fyrirspurn inn til FIFA hvort að félagsskipti hennar milli landa yrðu til þess að samfleytt dvöl teldist rofin og staðfesti FIFA að svo væri. Samkvæmt því þyrfi Cloé því að dvelja í fimm ár á Íslandi á ný til að öðlast keppnisrétt fyrir hönd íslenska landsliðsins. Cloé Eyja Lacasse varð bikarmeistari með ÍBV og skoraði alls 54 mörk í 79 deildarleikjum með Eyjaliðinu frá 2015 til 2019. Hún hefur raðað inn mörkum með Benfica liðinu eða 34 mörk í 26 deildarleikjum á einu og hálfu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) EM 2021 í Englandi Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Cloé Eyja Lacasse hefur verið íslenskur ríkisborgari í að verða tvö ár en hefur ekki fengið að spila með íslenska A-landsliðinu. Ástæðan er stífni FIFA sem segir nei. Vandamálið tengist dvalartíma Cloé Eyju á Íslandi og litlar líkur eru taldar á því að hún fá einhvern tímann leyfi til að spila með íslenska landsliðinu. Cloé Eyja Lacasse er kanadísk en fékk íslenskan ríkisborgararétt um mitt ár 2019. Hún spilað í fjögur tímabil með ÍBV í Pepsi Max deildinni en samdi við portúgalska félagið Benfica síðla sumars 2019. Fréttablaðið fjallar um mál Lacasse og fékk þar staðfestingu á stöðu mála frá Hauki Hinrikssyni sem er yfirlögfræðingur KSÍ og sér um leyfismálin. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins þá þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir landsliðið en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Benfica í Portúgal. KSÍ sendi fyrirspurn inn til FIFA hvort að félagsskipti hennar milli landa yrðu til þess að samfleytt dvöl teldist rofin og staðfesti FIFA að svo væri. Samkvæmt því þyrfi Cloé því að dvelja í fimm ár á Íslandi á ný til að öðlast keppnisrétt fyrir hönd íslenska landsliðsins. Cloé Eyja Lacasse varð bikarmeistari með ÍBV og skoraði alls 54 mörk í 79 deildarleikjum með Eyjaliðinu frá 2015 til 2019. Hún hefur raðað inn mörkum með Benfica liðinu eða 34 mörk í 26 deildarleikjum á einu og hálfu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino)
EM 2021 í Englandi Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira