„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2021 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stjórnvöld hyggist halda sínu striki. Vísir/vilhelm „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. Vonast var til að slík rannsókn myndi tryggja stórum hluta Íslendinga bóluefni við Covid-19 með mun skjótari hætti en áður var gert ráð fyrir. „Við höldum bara ótrauð áfram í okkar verkefni sem er annars vegar að tryggja sóttvarnir, þar sem okkur hefur auðvitað tekist vel, og síðan að halda áfram því verkefni að tryggja bóluefni fyrir alla landsmenn,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin ekki átt beina aðkomu að viðræðunum Mikil eftirvænting var eftir niðurstöðu samningaviðræðna við Pfizer en fulltrúar fyrirtækisins funduðu síðdegis með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Niðurstaða fundarins var sú að ekki væru nógu mörg kórónuveirutilfelli hér til að réttlæta slíka rannsókn. Þórólfur sagði skömmu eftir fundinn í dag að ekki væri enn búið að útiloka neitt en að líkurnar væru mjög litlar. Von er á formlegu svari frá Pfizer á næstu dögum. Að sögn Katrínar hafði ríkisstjórnin enga beina aðkomu að samningaviðræðunum en að ráðherrar hafi stutt sóttvarnalækni og Kára í viðræðum þeirra við fyrirtækið. Faraldurinn sé langhlaup „Ég hafði heyrt í þessum vísindamönnum sem voru á leiðinni á þennan fund og þeir sögðu að það gæti brugðið til beggja vona, þannig að það í sjálfu sér er bara eins og það er,“ segir Katrín. Er þessi niðurstaða vonbrigði? „Þessi faraldur er langhlaup en þetta breytir engu um það að við höldum bara okkar striki áfram. Við höfum sýnt mjög góðan árangur í þessu hingað til og búum núna líklega við einar minnstu sóttarnaráðstafanir í Evrópu. Svo erum við auðvitað á fullu á bólusetningun og erum þá fremur ofarlega hlutfallslega í hópi í Evrópuþjóða svo við munum bara halda áfram á sömu braut.“ Verði búið að bólusetja meirihluta þjóðarinnar um mitt ár Þegar Katrín er beðin um að meta stöðu Íslands eftir þessa niðurstöðu segir hún að töluvert betri upplýsingar liggi nú fyrir um afhendingu bóluefna á fyrsta ársfjórðungi. „Ég hef nú væntingar til þess að þetta muni ganga hraðar á öðrum ársfjórðungi ef marka má áætlanir lyfjafyrirtækjanna. Þannig að ég stend við það sem ég hef áður sagt að ég tel að við verðum komin á þann stað svona um mitt ár að við verðum farin að sjá meirihluta þjóðarinnar bólusetta.“ Aðspurð um það hvort hún vilji láta reyna á það að taka upp viðræður við aðra bóluefnaframleiðendur bendir Katrín á slíkt hafi þegar verði gert. „Það skilaði þessum fundum sem haldnir voru með Pfizer og það er eins og fram hefur komið hverfandi líkur á því svo við verðum bara að sjá hvað setur svo í framhaldinu.“ Greint var frá því fyrir áramót að Þórólfur og Kári hafi um tíma sömuleiðis átt í óformlegum viðræðum við Moderna um framkvæmd álíka rannsóknar. Kári sagði í samtali við fréttastofu skömmu eftir fundinn í dag að hann eigi ekki von á því að taka upp þráðinn með öðrum framleiðendum. Þar myndu sömu röksemdir blasa við og hjá Pfizer, að of fá smit séu til staðar hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Þyrftu alltaf að reyna á hjarðónæmi burtséð frá Pfizer-rannsókn Sóttvarnalæknir segir lyfjafyrirtækið Pfizer ekki hafa gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni bóluefnarannsóknar og ekki standi til að stefna heilsu þjóðarinnar í hættu. Slakað verði þó á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum þegar bólusetningar eru langt komnar 8. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Vonast var til að slík rannsókn myndi tryggja stórum hluta Íslendinga bóluefni við Covid-19 með mun skjótari hætti en áður var gert ráð fyrir. „Við höldum bara ótrauð áfram í okkar verkefni sem er annars vegar að tryggja sóttvarnir, þar sem okkur hefur auðvitað tekist vel, og síðan að halda áfram því verkefni að tryggja bóluefni fyrir alla landsmenn,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin ekki átt beina aðkomu að viðræðunum Mikil eftirvænting var eftir niðurstöðu samningaviðræðna við Pfizer en fulltrúar fyrirtækisins funduðu síðdegis með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Niðurstaða fundarins var sú að ekki væru nógu mörg kórónuveirutilfelli hér til að réttlæta slíka rannsókn. Þórólfur sagði skömmu eftir fundinn í dag að ekki væri enn búið að útiloka neitt en að líkurnar væru mjög litlar. Von er á formlegu svari frá Pfizer á næstu dögum. Að sögn Katrínar hafði ríkisstjórnin enga beina aðkomu að samningaviðræðunum en að ráðherrar hafi stutt sóttvarnalækni og Kára í viðræðum þeirra við fyrirtækið. Faraldurinn sé langhlaup „Ég hafði heyrt í þessum vísindamönnum sem voru á leiðinni á þennan fund og þeir sögðu að það gæti brugðið til beggja vona, þannig að það í sjálfu sér er bara eins og það er,“ segir Katrín. Er þessi niðurstaða vonbrigði? „Þessi faraldur er langhlaup en þetta breytir engu um það að við höldum bara okkar striki áfram. Við höfum sýnt mjög góðan árangur í þessu hingað til og búum núna líklega við einar minnstu sóttarnaráðstafanir í Evrópu. Svo erum við auðvitað á fullu á bólusetningun og erum þá fremur ofarlega hlutfallslega í hópi í Evrópuþjóða svo við munum bara halda áfram á sömu braut.“ Verði búið að bólusetja meirihluta þjóðarinnar um mitt ár Þegar Katrín er beðin um að meta stöðu Íslands eftir þessa niðurstöðu segir hún að töluvert betri upplýsingar liggi nú fyrir um afhendingu bóluefna á fyrsta ársfjórðungi. „Ég hef nú væntingar til þess að þetta muni ganga hraðar á öðrum ársfjórðungi ef marka má áætlanir lyfjafyrirtækjanna. Þannig að ég stend við það sem ég hef áður sagt að ég tel að við verðum komin á þann stað svona um mitt ár að við verðum farin að sjá meirihluta þjóðarinnar bólusetta.“ Aðspurð um það hvort hún vilji láta reyna á það að taka upp viðræður við aðra bóluefnaframleiðendur bendir Katrín á slíkt hafi þegar verði gert. „Það skilaði þessum fundum sem haldnir voru með Pfizer og það er eins og fram hefur komið hverfandi líkur á því svo við verðum bara að sjá hvað setur svo í framhaldinu.“ Greint var frá því fyrir áramót að Þórólfur og Kári hafi um tíma sömuleiðis átt í óformlegum viðræðum við Moderna um framkvæmd álíka rannsóknar. Kári sagði í samtali við fréttastofu skömmu eftir fundinn í dag að hann eigi ekki von á því að taka upp þráðinn með öðrum framleiðendum. Þar myndu sömu röksemdir blasa við og hjá Pfizer, að of fá smit séu til staðar hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Þyrftu alltaf að reyna á hjarðónæmi burtséð frá Pfizer-rannsókn Sóttvarnalæknir segir lyfjafyrirtækið Pfizer ekki hafa gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni bóluefnarannsóknar og ekki standi til að stefna heilsu þjóðarinnar í hættu. Slakað verði þó á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum þegar bólusetningar eru langt komnar 8. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16
Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51
Þyrftu alltaf að reyna á hjarðónæmi burtséð frá Pfizer-rannsókn Sóttvarnalæknir segir lyfjafyrirtækið Pfizer ekki hafa gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni bóluefnarannsóknar og ekki standi til að stefna heilsu þjóðarinnar í hættu. Slakað verði þó á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum þegar bólusetningar eru langt komnar 8. febrúar 2021 18:31