Lífið

„Vonum að allir fari að dansa eins og hálfvitar í kvöld“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Lokalag nýjasta þáttar Í kvöld er gigg var vel við hæfi á þessum tímum þar sem flestum er eflaust farið að klæja vel í dansskóna. 
Lokalag nýjasta þáttar Í kvöld er gigg var vel við hæfi á þessum tímum þar sem flestum er eflaust farið að klæja vel í dansskóna.  Skjáskot

Ber er hver að baki nema bróður sér eigi. Í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld var bræðralagið í fyrirrúmi en Ingó fékk til sín bróður sinn Gumma Tóta ásamt bræðurna Frikka Dór og Jón Jónson. 

Fjórmenningarnir voru samir við sig og buðu upp á mikið fjör, gleði og glaum í þættinum þar sem þeir skiptust á að flytja slagara hvors annars ásamt vel völdum popplögum.

Það var vel við hæfi að ljúka þættinum á lagi Frikka Dórs, Dönsum eins á hálfvitar, en það er vafalaust mörgum farið að klæja vel í iljarnar og dansskóna nú á tímum.

Klippa: Dönsum eins og hálfvitar - Frikki Dór, Jón Jónsson, Gummi Tóta og Ingó

Tengdar fréttir

Sjáðu sjóðandi heitan flutning Hönsu á laginu Fever

Leik- og söngkonan Jóhanna Vigdís, eða Hansa eins og hún er oftast kölluð, sló rækilega í gegn í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.