Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um leitina að John Snorra Sigurjónssyni og félögum hans. Leitaraðgerðir báru ekki árangur í dag en leitað var á meðan dagsbirtu naut.

Þá sjáum við myndir frá hamförum á Indlandi þegar brot úr jökli hrundi úr Himalaya-fjöllum í dag. Á annað hundrað manns er saknað. Við segjum einnig frá málefnum tengdum Guðmundi Felix Grétarssyni sem fékk nýverið hendur græddar á sig. Hann greindi frá því í dag að líkaminn væri byrjaður að hafna höndunum. 

Einnig heyrum við hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur að segja um hugmyndir um Borgarlínuna. Þetta og fleira á slaginu 18:30 á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. 

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×