Innlent

Miðflokkurinn hafi lagt fram þingsályktunartillögu án þess að kynna sér aðstæður

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Ólafur Ísleifsson.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Ólafur Ísleifsson. VÍSIR

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir Ólaf Ísleifsson ekki hafa kynnt sér aðstæður hælisleitenda í Grikklandi við gerð þingsályktunartillögu Miðflokksins.

Þingsályktunartillagan varðar breytingu á útlendingalögum. Hún var til umræðu í Sprengisandi í morgun. 

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, lögmaður, fagnar tillögu Miðflokksins. 

„Mér finnst mjög áhugavert að heyra hérna sérfræðing á þessu sviði færa okkur þann sannleika sem ég ímynda mér að hljóti að vera ákveðin tíðindi fyrir Ólaf að þessi þingsályktunartillaga hans og Miðflokksins myndi í reynd þýða að við værum að fá margfalt fleiri jákvæð svör en áður ef ég skil þig rétt,“ sagði Þorbjörg.

Þorbjörg Sigríður gagnrýndi Ólaf Ísleifsson, þingmann Miðflokksins, fyrir að hafa ekki kynnt sér öryggi hælisleitenda í Grikklandi.

„Þú ert þeirrar skoðunar að Grikklandi séu boðlegar aðstæður að senda fólk í?“ spurði Þorbjörg Sigríður. 

„Ég ætla ekkert að úttala mig um það,“ sagði Ólafur.

En þarft þú ekki að vita það ef þú ætlar að tala um þetta?

„Ég hef ekki bara ekki nefnt þetta land í mínum málflutningi,“ sagði Ólafur.

„Þú ert bara að nefna tölurnar frá útlendingastofnun, hversu margir sækja um, hversu margir koma frá öruggum ríkjum og hversu margir eru þá þegar komnir með vernd. Rauði krossinn hefur verið mjög skýr með það og vísað í tölur hver hinn raunverulegi veruleiki er á baki því að vera kominn með vernd. Það eru þessi ríki fyrst og fremst. Þannig þá finnst mér alveg mega gera þá kröfu til þín að þú svarir því hvort að það séu boðlegar aðstæður að senda fólk aftur til Grikklands?“ sagði Þorbjörg Sigríður og vísar í tölur sem birtust í skoðanagrein Ólafs á Vísi.

„Já já það er eitthvað sem menn myndu skoða,“ sagði Ólafur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×