Innlent

Björgunar­sveitir kallaðar út vegna konu sem datt á Grímans­­felli

Eiður Þór Árnason skrifar
Björgunarsveitafólk er komið að rótum fellsins.
Björgunarsveitafólk er komið að rótum fellsins. Vísir/vilhelm

Björgunarsveitir voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynning barst frá göngufólki á Grímansfelli í Mosfellsdal vegna konu sem hafði dottið og slasast á fæti ofarlega í hlíðum fjallsins. Björgunarsveitarfólk úr sveitum í Mosfellsbæ og Reykjavík hefur verið sent á staðinn auk sjúkraflutningamanna frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg en ekki var hægt að styðja honuna niður og hún getur ekki gengið af sjálfsdáðum. 

Björgunarsveitafólk er komið að rótum fellsins og var að leggja af stað upp hlíðina á hjólum með búnað og meiri mannskap um klukkan 14. Sjúkraflutningamenn eru á leiðinni upp fjallið á sexhjóli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.