Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýnum við frá minningarathöfn um Freyju Egilsdóttur sem fram fór í Malling á austur Jótlandi í dag. Við ræðum við fólk sem ýmist þekkti Freyju eða börn hennar og greinum nánar frá rannsókn á hrottalegu morði hennar.

Við förum einnig yfir þær breytingar sem gerðar verða á samkomutakmörkunum sóttvarnayfirvalda og taka gildi næst komandi mánudag og heyrum í fólki sem aðgerðirnar snerta beint. 

Við kynnumst einnig Uhunoma frá Nígeríu sem eftir miklar hörmungar á unglingsárum komst fyrir tilviljun í skjól á Íslandi en hefur nú verið skipað að yfirgefa landið. Við ræðum við hann og íslenska konu sem gengið hefur nánast gengið honum í móðurstað. Þetta og margt fleira á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×