Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Guðmundur Felix notar blýantinn til að skrifast á við fólk á Facebook. Þangað streyma kveðjurnar. Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. Þá segir hann það hafa tekið rosalega á að vera rúmliggjandi í þrjár vikur, með hendurnar í statífi og eitt lítið sjónvarp fyrir framan sig en nú sé hann loksins farinn að fara á fætur á morgnana. Hann fer fram úr, hreyfir sig svolítið, gengur um ganga spítalans og situr við tölvu í einn til tvo tíma. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Að vera kominn á þann stað að ég get allavega farið fram úr. Ég get hringt myndsímtöl í börnin mín og ættingja og svona, það er alveg rosalega stórt skref fyrir mig,“ sagði Guðmundur. Hann hefur enn enga hreyfigetu í handleggjunum sjálfum. „Málið er að þetta er hengt á mig á öxlunum og til að byrja með þá hangir þetta á saumunum því ég hef enga hreyfigetu í handleggjunum sjálfum þannig að þeir eru rosa þungir svona þegar það er engin virkni í þeim.“ Hann lýsti því að hann væri klæddur í nokkurs konar korsilett sem sé fest yfir hann allan. Svo séu settir púðar á það. Handleggirnir séu svo beygðir upp til að létta álaginu af öxlunum. „Þannig að ég er í svona sérkennilegri stöðu og það verður eitthvað þannig því nú er líka inn í því að ég er að díla við sársauka eftir aðgerðina en svo þegar fram líða stundir og þetta er allt gróið þá þarf ég að vera í einhverjum fatla eða eitthvað svoleiðis. Þá er það kannski ekki eins mikið vesen.“ Aðspurður hvort sársaukinn sé mikill sagði Guðmundur: „Hann er orðinn viðráðanlegur núna en drottinn minn dýri, hvað hann er búinn að vera mikill, sérstaklega fyrstu vikurnar, þetta var alveg rosalegt.“ Sársaukinn hafi verið alls konar, meðal annars taugasársauki. „Taugarnar vaxa inni í leiðslum og það sem þeir gera þeir sauma leiðslurnar okkar saman, taugarnar í gjafanum veslast upp og hverfa og mínar eiga svo að vaxa inn í þessi rör. En fyrstu dagana þá eru taugarnar hjá honum ekki algjörlega búnar að leysast upp og þá var ég að fá einhver svona skilaboð einhvern veginn fram og tilbaka – það var rosalega skrýtin tilfinning – það var kannski verið að beygja putta og ég fann það en ég fann það meira sem sársauka heldur en kannski eitthvað annað,“ sagði Guðmundur. Ótrúlegt og óraunverulegt að horfa niður eftir líkamanum Guðmundur þarf að vera í endurhæfingu næstu þrjú árin í sex til átta tíma á dag. Endurhæfingin verður mismunandi eftir tímabilum, til dæmis núna felist hún aðallega í því að hann liggi og handleggirnir séu hreyfðir; sjúkraþjálfarar sjái um að hreyfa allt svo liðir og annað stirðni ekki. Spurður út í það hvernig það er að horfa niður núna og sjá líkamann með handleggi sagði Guðmundur það er ótrúlegt og óraunverulegt. „Það er í rauninni meira bara þegar ég sé myndir af sjálfum mér því ég er svo vanur spegilmynd sem ég var ekkert alltaf sáttur við alltaf. Að sjá sjálfan mig svona er náttúrulega… það er ekki hægt að lýsa því.“ Stefnt er á að Guðmundur fari á endurhæfingarspítala 15. febrúar. Hann segist mest kvíða því hversu lengi hann þurfi að vera inniliggjandi. „Það er vondur matur og þetta er hundleiðinlegt að vera inni á spítala. Við erum að tala um allavega þrjá mánuði en ég komast sem fyrst í að þetta sé þannig að ég mæti á morgnana eins og ég sé að fara í vinnu og fæ þá að fara heim á kvöldin. Ég hlakka svolítið til þess tímabils að þetta sé bara eins og vinnudagur,“ sagði Guðmundur Felix í Bítinu en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Þá segir hann það hafa tekið rosalega á að vera rúmliggjandi í þrjár vikur, með hendurnar í statífi og eitt lítið sjónvarp fyrir framan sig en nú sé hann loksins farinn að fara á fætur á morgnana. Hann fer fram úr, hreyfir sig svolítið, gengur um ganga spítalans og situr við tölvu í einn til tvo tíma. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Að vera kominn á þann stað að ég get allavega farið fram úr. Ég get hringt myndsímtöl í börnin mín og ættingja og svona, það er alveg rosalega stórt skref fyrir mig,“ sagði Guðmundur. Hann hefur enn enga hreyfigetu í handleggjunum sjálfum. „Málið er að þetta er hengt á mig á öxlunum og til að byrja með þá hangir þetta á saumunum því ég hef enga hreyfigetu í handleggjunum sjálfum þannig að þeir eru rosa þungir svona þegar það er engin virkni í þeim.“ Hann lýsti því að hann væri klæddur í nokkurs konar korsilett sem sé fest yfir hann allan. Svo séu settir púðar á það. Handleggirnir séu svo beygðir upp til að létta álaginu af öxlunum. „Þannig að ég er í svona sérkennilegri stöðu og það verður eitthvað þannig því nú er líka inn í því að ég er að díla við sársauka eftir aðgerðina en svo þegar fram líða stundir og þetta er allt gróið þá þarf ég að vera í einhverjum fatla eða eitthvað svoleiðis. Þá er það kannski ekki eins mikið vesen.“ Aðspurður hvort sársaukinn sé mikill sagði Guðmundur: „Hann er orðinn viðráðanlegur núna en drottinn minn dýri, hvað hann er búinn að vera mikill, sérstaklega fyrstu vikurnar, þetta var alveg rosalegt.“ Sársaukinn hafi verið alls konar, meðal annars taugasársauki. „Taugarnar vaxa inni í leiðslum og það sem þeir gera þeir sauma leiðslurnar okkar saman, taugarnar í gjafanum veslast upp og hverfa og mínar eiga svo að vaxa inn í þessi rör. En fyrstu dagana þá eru taugarnar hjá honum ekki algjörlega búnar að leysast upp og þá var ég að fá einhver svona skilaboð einhvern veginn fram og tilbaka – það var rosalega skrýtin tilfinning – það var kannski verið að beygja putta og ég fann það en ég fann það meira sem sársauka heldur en kannski eitthvað annað,“ sagði Guðmundur. Ótrúlegt og óraunverulegt að horfa niður eftir líkamanum Guðmundur þarf að vera í endurhæfingu næstu þrjú árin í sex til átta tíma á dag. Endurhæfingin verður mismunandi eftir tímabilum, til dæmis núna felist hún aðallega í því að hann liggi og handleggirnir séu hreyfðir; sjúkraþjálfarar sjái um að hreyfa allt svo liðir og annað stirðni ekki. Spurður út í það hvernig það er að horfa niður núna og sjá líkamann með handleggi sagði Guðmundur það er ótrúlegt og óraunverulegt. „Það er í rauninni meira bara þegar ég sé myndir af sjálfum mér því ég er svo vanur spegilmynd sem ég var ekkert alltaf sáttur við alltaf. Að sjá sjálfan mig svona er náttúrulega… það er ekki hægt að lýsa því.“ Stefnt er á að Guðmundur fari á endurhæfingarspítala 15. febrúar. Hann segist mest kvíða því hversu lengi hann þurfi að vera inniliggjandi. „Það er vondur matur og þetta er hundleiðinlegt að vera inni á spítala. Við erum að tala um allavega þrjá mánuði en ég komast sem fyrst í að þetta sé þannig að ég mæti á morgnana eins og ég sé að fara í vinnu og fæ þá að fara heim á kvöldin. Ég hlakka svolítið til þess tímabils að þetta sé bara eins og vinnudagur,“ sagði Guðmundur Felix í Bítinu en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira