Innlent

Í haldi lögreglu vegna líkamsárásar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einn er í haldi lögreglu grunaður um líkamsárás í gærkvöldi.
Einn er í haldi lögreglu grunaður um líkamsárás í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Laust fyrir klukkan miðnætti í gær handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu manns í Árbænum sem grunaður er um líkamsárás og brot á vopnalögum.

Hann var færður í fangageymslu en einstaklingurinn sem hann er grunaður um að hafa ráðist á var með minniháttar áverka að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þar á meðal var ökumaður sem stöðvaður var í Árbænum.

Með honum var farþegi í bílnum sem kærður var fyrir brot á vopnalögum. Bæði ökumaður og farþeginn eru ólögráða og var reynt að ná sambandi við foreldra en það tókst ekki. Þeim var ekið til síns heima og málið tilkynnt til barnaverndar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×