Trump ætlar ekki að bera vitni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2021 22:49 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi. Jamie Raskin, þingmaður Demókrataflokksins sendi fyrrverandi forsetanum bréf með boði um að bera vitni í réttarhöldunum. Í bréfinu segir að Trump hafi hafnað þeim ásökunum sem settar voru fram í ákærunni, þrátt fyrir „augljós og yfirgnæfandi“ sönnunargögn sem væru fyrir hendi. Í ljósi andmæla hans væri honum boðið að bera vitni við réttarhöldin. Nokkrum klukkustundum eftir að bréfið var sent sagði Jason Miller, ráðgjafi Trump að forsetinn fyrrverandi muni ekki bera vitni. Lögmenn Trump líktu beiðninni Raskin við „markaðsbrellu“. Trump er ekki skyldugur til að bera vitni um ákæruliðinn. Það kom þó fram í beiðninni að ef hann hafni boðinu sé hægt að nota þá ákvörðun forsetanum fyrrverandi í óhag. „Ef þú hafnar þessu boði áskiljum við okkur allan rétt, meðal annars þann rétt að neitun þín styðji við ályktanir varðandi athafnir þínar (og athafnaleysi) sem eru þér í óhag.“ Í beiðni Raskin kemur fram skýr vilji demókrata um að leggja fram mál á hendur forsetanum þrátt fyrir að hann hafi yfirgefið Hvíta húsið. 🚨HOUSE MANAGERS ASK TRUMP TO TESTIFY 🚨 pic.twitter.com/uj6k2iVtuY— Mike DeBonis (@mikedebonis) February 4, 2021 Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Snúa ákærurnar einna helst að því að hvetja til uppreisnar og hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Jamie Raskin, þingmaður Demókrataflokksins sendi fyrrverandi forsetanum bréf með boði um að bera vitni í réttarhöldunum. Í bréfinu segir að Trump hafi hafnað þeim ásökunum sem settar voru fram í ákærunni, þrátt fyrir „augljós og yfirgnæfandi“ sönnunargögn sem væru fyrir hendi. Í ljósi andmæla hans væri honum boðið að bera vitni við réttarhöldin. Nokkrum klukkustundum eftir að bréfið var sent sagði Jason Miller, ráðgjafi Trump að forsetinn fyrrverandi muni ekki bera vitni. Lögmenn Trump líktu beiðninni Raskin við „markaðsbrellu“. Trump er ekki skyldugur til að bera vitni um ákæruliðinn. Það kom þó fram í beiðninni að ef hann hafni boðinu sé hægt að nota þá ákvörðun forsetanum fyrrverandi í óhag. „Ef þú hafnar þessu boði áskiljum við okkur allan rétt, meðal annars þann rétt að neitun þín styðji við ályktanir varðandi athafnir þínar (og athafnaleysi) sem eru þér í óhag.“ Í beiðni Raskin kemur fram skýr vilji demókrata um að leggja fram mál á hendur forsetanum þrátt fyrir að hann hafi yfirgefið Hvíta húsið. 🚨HOUSE MANAGERS ASK TRUMP TO TESTIFY 🚨 pic.twitter.com/uj6k2iVtuY— Mike DeBonis (@mikedebonis) February 4, 2021 Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Snúa ákærurnar einna helst að því að hvetja til uppreisnar og hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira