Vilja handtaka Rittenhouse aftur Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 08:55 Kyle Rittenhouse skaut tvo menn til bana og særði þann þriðja en segist hafa gert það í sjálfsvörn. Getty/Tayfun Coskun Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. Rittenhouse er sagður hafa brotið gegn skilmálum lausnar hans með því að láta yfirvöld ekki vita af því að hann hafi flutt, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar reynt var að senda bréf til skráðs heimilis Rittenhouse kom í ljós að hann hafðu flutt þaðan í desember og segjast saksóknarar ekki vita hvar hann búi nú. Lögmenn hans segja hann vera í felum vegna morðhótana og að saksóknarar hafi ekki samþykkt að halda heimilisfangi hans leyndu. Rittenhouse hafi verið í stöðugu sambandi við þá, lögmenn sína. Þeir segja að fjölskyldu Rittenhouse hafi ítrekað borist hótanir og að lögregluþjónar hafi sagt verjendum hans að gefa ekki upp nýtt heimilisfang þeirra. Þeir segja saksóknara hafa neitað að halda nýju heimilisfangi hans leyndu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dómari fengið upplýsingar um samastað Rittenhouse vegna annara málaferla um það að sleppa heimilisfanginu í dómsskjölum. Skaut þrjá mótmælendur Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Að endingu hafði hann skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og skipt mörgum upp í fylkingar. Margir segja hann hættulegan og að hann hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Aðrir hafa fylgt sér að baki hans og segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Saksóknarar segja Rittenhouse hafa litla hvatningu til að fylgja skilmálum lausnar hans, þar sem tveggja milljóna dala trygging hans hafi verið greidd með netfjáröflun. Þá segja þeir yfir höfuð sérstakt að maður sem sakður sé um morð fái að ganga laus. Í síðasta mánuði náðust myndir af Rittenhouse á krá með móður sinni í Illinois. Þar stillti hann sér upp í myndatöku með mönnum sem notuðu handamerki nýnasista og þjóðernissinna á myndinni. Í kjölfar þess úrskurðaði dómari að Rittenhouse mætti ekki umgangast þjóðernissinna og rasista. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Rittenhouse er sagður hafa brotið gegn skilmálum lausnar hans með því að láta yfirvöld ekki vita af því að hann hafi flutt, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar reynt var að senda bréf til skráðs heimilis Rittenhouse kom í ljós að hann hafðu flutt þaðan í desember og segjast saksóknarar ekki vita hvar hann búi nú. Lögmenn hans segja hann vera í felum vegna morðhótana og að saksóknarar hafi ekki samþykkt að halda heimilisfangi hans leyndu. Rittenhouse hafi verið í stöðugu sambandi við þá, lögmenn sína. Þeir segja að fjölskyldu Rittenhouse hafi ítrekað borist hótanir og að lögregluþjónar hafi sagt verjendum hans að gefa ekki upp nýtt heimilisfang þeirra. Þeir segja saksóknara hafa neitað að halda nýju heimilisfangi hans leyndu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dómari fengið upplýsingar um samastað Rittenhouse vegna annara málaferla um það að sleppa heimilisfanginu í dómsskjölum. Skaut þrjá mótmælendur Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Að endingu hafði hann skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og skipt mörgum upp í fylkingar. Margir segja hann hættulegan og að hann hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Aðrir hafa fylgt sér að baki hans og segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Saksóknarar segja Rittenhouse hafa litla hvatningu til að fylgja skilmálum lausnar hans, þar sem tveggja milljóna dala trygging hans hafi verið greidd með netfjáröflun. Þá segja þeir yfir höfuð sérstakt að maður sem sakður sé um morð fái að ganga laus. Í síðasta mánuði náðust myndir af Rittenhouse á krá með móður sinni í Illinois. Þar stillti hann sér upp í myndatöku með mönnum sem notuðu handamerki nýnasista og þjóðernissinna á myndinni. Í kjölfar þess úrskurðaði dómari að Rittenhouse mætti ekki umgangast þjóðernissinna og rasista.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira