Saumar ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveiruna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 20:00 Brúður í formi ríkislögreglustjóra, Bernie Sanders og kórónuveirukonan eru á meðal hundraða sköpunarverka Arndísar Sigurbjörnsdóttur Um leið og stigið er fæti inn á heimili Arndísar er auðséð að þar hefur kona sem býr yfir mikilli sköpunargleði komið sér vel fyrir. Í hverjum krók og kima er handverk af einhverju tagi. Prjónaðar klukkur, saumuð ljós og síðast ekki síst; brúður í tuga- eða hundraðatali. Þær fanga oft tíðarandann líkt og covid-konan sem Arndís saumaði um páskana. „Þá voru veirusmitin á mikilli uppleið og ég gerði þetta til að gleðja mig og gleyma tímanum,“ segir Arndís og sýnir brúðuna sem er með grímu, hanska og sprittbrúsa í vasa. Arndís ímyndar sér að andi kórónuveirunnar líti nokkurn veginn svona út. vísir/Egill Kórónuveiran í dúkkulíki er þó heldur ófrýnilegri og líkist helst leðurblöku. Dúkkurnar og verkin eru fjölbreytt og nokkur bera sterk skilaboð, eins og útsaumuðar myndir með vísan í George Floyd, Fokk ofbeldi og Black Lives matter. Útsaumaðar myndir eftir Arndísi.vísir/Egill Hún endurnýtir efni úr ýmsum áttum og kvenlæg orka einkennir brúðusafnið. Þegar Arndís saumaði ríkislögreglustjóra leyfði hún þó eiginmanninum hennar að fylgja með og þá fangaði Bernie Sanders athygli hennar á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna. „Það voru allir uppstrílaðar þarna í kringum nýja forsetann en svo kemur hann þarna afslappaður með eins og íslenska lopavettlinga.“ Arndís segir þessa brúðu vera íslensku konuna. Með bónuspoka í höndum.vísir/Egill Henni segist aldrei leiðast með þetta áhugamál. Hún dregur innblástur úr ýmsum áttum en næsta verk er óákveðið. „Það kemur bara til mín. Þá útfæri ég þetta í huganum fyrst og svo er ég ekki lengi að vinna það.“ Föndur Grín og gaman Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Handverk Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Um leið og stigið er fæti inn á heimili Arndísar er auðséð að þar hefur kona sem býr yfir mikilli sköpunargleði komið sér vel fyrir. Í hverjum krók og kima er handverk af einhverju tagi. Prjónaðar klukkur, saumuð ljós og síðast ekki síst; brúður í tuga- eða hundraðatali. Þær fanga oft tíðarandann líkt og covid-konan sem Arndís saumaði um páskana. „Þá voru veirusmitin á mikilli uppleið og ég gerði þetta til að gleðja mig og gleyma tímanum,“ segir Arndís og sýnir brúðuna sem er með grímu, hanska og sprittbrúsa í vasa. Arndís ímyndar sér að andi kórónuveirunnar líti nokkurn veginn svona út. vísir/Egill Kórónuveiran í dúkkulíki er þó heldur ófrýnilegri og líkist helst leðurblöku. Dúkkurnar og verkin eru fjölbreytt og nokkur bera sterk skilaboð, eins og útsaumuðar myndir með vísan í George Floyd, Fokk ofbeldi og Black Lives matter. Útsaumaðar myndir eftir Arndísi.vísir/Egill Hún endurnýtir efni úr ýmsum áttum og kvenlæg orka einkennir brúðusafnið. Þegar Arndís saumaði ríkislögreglustjóra leyfði hún þó eiginmanninum hennar að fylgja með og þá fangaði Bernie Sanders athygli hennar á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna. „Það voru allir uppstrílaðar þarna í kringum nýja forsetann en svo kemur hann þarna afslappaður með eins og íslenska lopavettlinga.“ Arndís segir þessa brúðu vera íslensku konuna. Með bónuspoka í höndum.vísir/Egill Henni segist aldrei leiðast með þetta áhugamál. Hún dregur innblástur úr ýmsum áttum en næsta verk er óákveðið. „Það kemur bara til mín. Þá útfæri ég þetta í huganum fyrst og svo er ég ekki lengi að vinna það.“
Föndur Grín og gaman Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Prjónaskapur Handverk Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira